Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 12:30 Rangfærsla í fréttum RÚV um helgina Í fréttum RÚV um helgina sagði Eyjólfur Ármannsson að útboð á hönnun Fljótaganga væri eðlileg enda væru göngin númer 2 á samgönguáætlun. Þetta er alrangt. Samgönguáætlun var síðast samþykkt árið 2020. Þau jarðgöng sem eru þar tilgreind eru Fjarðarheiðargöng, hér er bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar: Eina verkefnið í áætluninni eru jarðgöng á Austurlandi. Meiri hlutinn leggur áherslu á að jarðgangagerð á Austurlandi skilar ekki fullum ávinningi nema verkefnið verði unnið sem samfelld heild sem skilar hringtengingu vega í landshlutanum. Því þarf seinni áfanginn, göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, að fylgja í kjölfar Fjarðarheiðarganga. Raunar gæti vinna við göngin milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar hafist áður en vinnu við Fjarðarheiðargöng er að fullu lokið. Meiri hlutinn leggur því áherslu á að rannsóknum og undirbúningi við hringtenginguna ljúki sem fyrst svo að hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn er fyrir hendi. Engin önnur göng eru tilgreind í gildandi samgönguáætlun önnur en Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun var samþykkt samhljóða á Alþingi 2020 eftir ítarlega umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar. Ráðherrann var um helgina að vísa í samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn lagði fram en var aldrei samþykkt. Það er grundvallarmunur á málum sem fá þinglega meðferð og þeim sem gera það ekki. Fljótagöng hafa ekki hlotið þinglega meðferð né nokkur önnur göng á Íslandi. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki fjallað um framkvæmd við Fljótagöng, engin umsögn hefur verið gefin, engin nefndarálit liggja fyrir og engin samþykkt Alþingis um forgangsröðun jarðganga. Sveitarfélög og hagsmunaaðilar hafa ekki fengið að tjá sig. Það er því rangt, og í raun hættulegt, að ráðherra fari fram með þeim villandi málflutningi að hægt sé að skipa Fljótagöngum í röð jarðganga sem Alþingi hefur fjallað um, eða þess þá ákveðið. Fljótagöng eru ástfóstur ráðherrans enda er honum umhugað um sitt eigið kjördæmi, hann fer því hér fram með miklum einræðistilburðum og sýnir starfi Alþingis litla virðingu. Á Alþingi sitja nú fjöldi þingmanna sem hafa ekki áður komið að gerð samgönguáætlunar og annarra stórra áætlana ríksins, til að mynda fjárlög. Við ykkur segi ég, látið ekki glepjast, ráðherrar eru ekki einráðir. Oddvitar allra flokka nema Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng í aðdraganda síðustu kosninga. Vonir mínar um að samgönguráðherra sætti sig við staðreyndir eða jafnvel hlusti á okkur eru að engu orðnar og því biðla ég til forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur að bera virðingu fyrir samþykktum framkvæmdaáætlunum ríkisins sem samgönguáætlun. Samgönguáætlun er löggilt stefnumótun sem á að tryggja að uppbygging samgöngukerfisins sé skipulögð, gagnsæ og byggð á faglegum forgangsröðunum. Hún er grundvallartæki Alþingis til að tryggja að fjármunir ríkisins nýtist þar sem samfélagslegur ávinningur er mestur og að stórar framkvæmdir hljóti vandaða og lýðræðislega meðferð. Kæri forsætisráðherra við krefjumst þess að hlustað sé á SSA sem hefur bókað hefur hringtengingu Austaralands árum og áratugum saman. Kæri forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, er framganga innviðaráðherra þér og þínu ráðuneyti sæmandi? Ég krefst þess fyrir hönd allra landshluta að okkur sé sýnd sú lágmarksvirðing að Alþing fjalli um stórar framkvæmdir líkt og jarðgöng frekar en að ráðherrar með einræðistilburði í kjördæmapoti fái sínu fram. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rangfærsla í fréttum RÚV um helgina Í fréttum RÚV um helgina sagði Eyjólfur Ármannsson að útboð á hönnun Fljótaganga væri eðlileg enda væru göngin númer 2 á samgönguáætlun. Þetta er alrangt. Samgönguáætlun var síðast samþykkt árið 2020. Þau jarðgöng sem eru þar tilgreind eru Fjarðarheiðargöng, hér er bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar: Eina verkefnið í áætluninni eru jarðgöng á Austurlandi. Meiri hlutinn leggur áherslu á að jarðgangagerð á Austurlandi skilar ekki fullum ávinningi nema verkefnið verði unnið sem samfelld heild sem skilar hringtengingu vega í landshlutanum. Því þarf seinni áfanginn, göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, að fylgja í kjölfar Fjarðarheiðarganga. Raunar gæti vinna við göngin milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar hafist áður en vinnu við Fjarðarheiðargöng er að fullu lokið. Meiri hlutinn leggur því áherslu á að rannsóknum og undirbúningi við hringtenginguna ljúki sem fyrst svo að hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn er fyrir hendi. Engin önnur göng eru tilgreind í gildandi samgönguáætlun önnur en Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun var samþykkt samhljóða á Alþingi 2020 eftir ítarlega umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar. Ráðherrann var um helgina að vísa í samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn lagði fram en var aldrei samþykkt. Það er grundvallarmunur á málum sem fá þinglega meðferð og þeim sem gera það ekki. Fljótagöng hafa ekki hlotið þinglega meðferð né nokkur önnur göng á Íslandi. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki fjallað um framkvæmd við Fljótagöng, engin umsögn hefur verið gefin, engin nefndarálit liggja fyrir og engin samþykkt Alþingis um forgangsröðun jarðganga. Sveitarfélög og hagsmunaaðilar hafa ekki fengið að tjá sig. Það er því rangt, og í raun hættulegt, að ráðherra fari fram með þeim villandi málflutningi að hægt sé að skipa Fljótagöngum í röð jarðganga sem Alþingi hefur fjallað um, eða þess þá ákveðið. Fljótagöng eru ástfóstur ráðherrans enda er honum umhugað um sitt eigið kjördæmi, hann fer því hér fram með miklum einræðistilburðum og sýnir starfi Alþingis litla virðingu. Á Alþingi sitja nú fjöldi þingmanna sem hafa ekki áður komið að gerð samgönguáætlunar og annarra stórra áætlana ríksins, til að mynda fjárlög. Við ykkur segi ég, látið ekki glepjast, ráðherrar eru ekki einráðir. Oddvitar allra flokka nema Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi lýstu yfir stuðningi við Fjarðarheiðargöng í aðdraganda síðustu kosninga. Vonir mínar um að samgönguráðherra sætti sig við staðreyndir eða jafnvel hlusti á okkur eru að engu orðnar og því biðla ég til forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur að bera virðingu fyrir samþykktum framkvæmdaáætlunum ríkisins sem samgönguáætlun. Samgönguáætlun er löggilt stefnumótun sem á að tryggja að uppbygging samgöngukerfisins sé skipulögð, gagnsæ og byggð á faglegum forgangsröðunum. Hún er grundvallartæki Alþingis til að tryggja að fjármunir ríkisins nýtist þar sem samfélagslegur ávinningur er mestur og að stórar framkvæmdir hljóti vandaða og lýðræðislega meðferð. Kæri forsætisráðherra við krefjumst þess að hlustað sé á SSA sem hefur bókað hefur hringtengingu Austaralands árum og áratugum saman. Kæri forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, er framganga innviðaráðherra þér og þínu ráðuneyti sæmandi? Ég krefst þess fyrir hönd allra landshluta að okkur sé sýnd sú lágmarksvirðing að Alþing fjalli um stórar framkvæmdir líkt og jarðgöng frekar en að ráðherrar með einræðistilburði í kjördæmapoti fái sínu fram. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar