Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2025 17:02 Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umferð Samgöngur Vegagerð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar