Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:02 Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi segir fjölda stórra fíkniefnamála þar vekja athygli í ár. Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði segir mikið framboð efna koma fram við rannsóknir. Vísir Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Lögreglan á Austurlandi og Tollgæslan í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa á þessu ári lagt hald á samtals hundrað kíló af fíkniefnum eins og amfetamíni, kókaíni og kannabis í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði. Haldlögð fíkniefni tengd Norrænu árið 2025. (Heimild, Lögreglan á Austurlandi).Vísir/Sara Stórfelld fíkniefnamál þar eru nú þegar orðin fimm og eru öll talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Austurlandi. Það er jafn mikið og samanlagður fjöldi allra slíkra mála á svæðinu síðustu fimm árin þar á undan. Málin eru öll talin tengjast skipulagrði brotastarfsemi og eru nú þegar orðin fleiri en samanlögð mál fimm árin þar á undan. (Heimild, Lögreglan á Austurlandi). Vísir/Sara Sama þróun og á Keflavíkurflugvelli Sama þróun hefur verið í gangi hjá Lögreglu og Tollgæslunni á Suðurnesjum en á árinu hefur margfalt magn, kókaíns, amfetamíns og nýgeðvirkra efna fundist þar í samanburði við önnur ár. Þá hafa aldrei fleiri mál verið tengd skipulagðri brotastarfsemi þar. Fundu efnin oftast í bílum á Austurlandi Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi segir fjölda mála þar vekja athygli í ár. „Haldlagningar á Seyðisfirði í tengslum við Norrænu hafa verið talsvert fleiri en síðustu ár. Í þessum tilvikum sem við höfum fengið þessi mál upp þá hefur þetta verið með sama hætti eða skipulögð brotastarfsemi. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár. Í flestum tilvikum finnast efnin í ökutækjum á leið úr eða við Norrænu. Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnramt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Þetta er flóra efna sem er svo að finnast inni í landi,“ segir Kristján. Hann segir erfitt að meta hvort betra eftirlit lög- og tollgæslu skýri aukninguna eða aukið framboð . „Það vitum við ekki en miðað við aukninguna á þessu ári þá er þetta áhyggjuefni,“ segir hann. Mikið framboð og nýgeðvirk efni að aukast Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem gerir m.a. rannsóknir á magni og tegundum fíkniefna í fráveituvatni segir mikið framboð efna koma fram við rannsóknir. „Við erum að finna það sama og þau sem eru í þessum greiningum, það er mikið framboð á Íslandi,“ segir Adam. Hann segir þessar rannsóknir ásamt samstarfi við skaðaminnkunarúrræði á höfðuborgarsvæðinu jafnframt sýna að svokölluð nýgeðvirk efni eða fölsuð fíkniefni séu einnig að finnast í meira en áður. „Við erum að sjá miklar breytingar á því sem flokkast undir róandi og kvíðastillandi nýgeðvirk efni. Þau líkja efni lyfjum í þessum flokkum,“ segir hann. Sífelldar breytingar á nýgeðvirkum lyfjum Oft sé erfitt að finna efnin því þau taki sífelldum breytingum til að mynda hafi Evrópusambandið gefið út að um þúsund slík efni hafi fundist síðan árið 1997. Efnið Nitazene sem hefur verið fjallað um sé dæmi um nýgeðvirkt efni en þau séu miklu fleiri. „Venjulega er búið að gera smávægilegar breytingar með þessum efnum á þekktum efnahópum hvort sem það eru fíkniefni eða lyf, en það sem gerist svo við inntöku er óþekkt. Neytandinn er því alltaf tilraunadýrið eða fórnarlambið. Þessi efni eru sérstaklega skaðleg þegar þau eru tekin inn með öðrum efnum eins og ópíóðum eða áfengi,“ segir hann. Nákvæmar eftirlíkingar Hann segir nýgeðvirkuefnin finnast í alls kyns formum og dæmi séu um nákvæmar eftirlíkingar annarra efna. Dæmi um töflu sem var seld sem þekkt efni en er í raun nýgeðvirkt efni. Notendur geta ekki séð muninn, Vísir „Margar töflur af þessum efnum sem við höfum séð hafa verið mjög vel pressaðar. Þannig að fyrir bert augað þá er erfitt að greina um fölsun. En þegar við efnagreinum þær þá sjáum við að það er ekki rétt efni í töflunum. Á bak við framleiðsluna eru oft færir efnafræðingar á ólöglegum rannsóknarstofum,“ segir Adam. Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Tollgæslan Smygl Norræna Múlaþing Tengdar fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 24. nóvember 2025 18:01 Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. 24. október 2025 16:14 Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu. 14. október 2025 10:21 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi og Tollgæslan í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa á þessu ári lagt hald á samtals hundrað kíló af fíkniefnum eins og amfetamíni, kókaíni og kannabis í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði. Haldlögð fíkniefni tengd Norrænu árið 2025. (Heimild, Lögreglan á Austurlandi).Vísir/Sara Stórfelld fíkniefnamál þar eru nú þegar orðin fimm og eru öll talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Austurlandi. Það er jafn mikið og samanlagður fjöldi allra slíkra mála á svæðinu síðustu fimm árin þar á undan. Málin eru öll talin tengjast skipulagrði brotastarfsemi og eru nú þegar orðin fleiri en samanlögð mál fimm árin þar á undan. (Heimild, Lögreglan á Austurlandi). Vísir/Sara Sama þróun og á Keflavíkurflugvelli Sama þróun hefur verið í gangi hjá Lögreglu og Tollgæslunni á Suðurnesjum en á árinu hefur margfalt magn, kókaíns, amfetamíns og nýgeðvirkra efna fundist þar í samanburði við önnur ár. Þá hafa aldrei fleiri mál verið tengd skipulagðri brotastarfsemi þar. Fundu efnin oftast í bílum á Austurlandi Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi segir fjölda mála þar vekja athygli í ár. „Haldlagningar á Seyðisfirði í tengslum við Norrænu hafa verið talsvert fleiri en síðustu ár. Í þessum tilvikum sem við höfum fengið þessi mál upp þá hefur þetta verið með sama hætti eða skipulögð brotastarfsemi. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár. Í flestum tilvikum finnast efnin í ökutækjum á leið úr eða við Norrænu. Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnramt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Þetta er flóra efna sem er svo að finnast inni í landi,“ segir Kristján. Hann segir erfitt að meta hvort betra eftirlit lög- og tollgæslu skýri aukninguna eða aukið framboð . „Það vitum við ekki en miðað við aukninguna á þessu ári þá er þetta áhyggjuefni,“ segir hann. Mikið framboð og nýgeðvirk efni að aukast Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem gerir m.a. rannsóknir á magni og tegundum fíkniefna í fráveituvatni segir mikið framboð efna koma fram við rannsóknir. „Við erum að finna það sama og þau sem eru í þessum greiningum, það er mikið framboð á Íslandi,“ segir Adam. Hann segir þessar rannsóknir ásamt samstarfi við skaðaminnkunarúrræði á höfðuborgarsvæðinu jafnframt sýna að svokölluð nýgeðvirk efni eða fölsuð fíkniefni séu einnig að finnast í meira en áður. „Við erum að sjá miklar breytingar á því sem flokkast undir róandi og kvíðastillandi nýgeðvirk efni. Þau líkja efni lyfjum í þessum flokkum,“ segir hann. Sífelldar breytingar á nýgeðvirkum lyfjum Oft sé erfitt að finna efnin því þau taki sífelldum breytingum til að mynda hafi Evrópusambandið gefið út að um þúsund slík efni hafi fundist síðan árið 1997. Efnið Nitazene sem hefur verið fjallað um sé dæmi um nýgeðvirkt efni en þau séu miklu fleiri. „Venjulega er búið að gera smávægilegar breytingar með þessum efnum á þekktum efnahópum hvort sem það eru fíkniefni eða lyf, en það sem gerist svo við inntöku er óþekkt. Neytandinn er því alltaf tilraunadýrið eða fórnarlambið. Þessi efni eru sérstaklega skaðleg þegar þau eru tekin inn með öðrum efnum eins og ópíóðum eða áfengi,“ segir hann. Nákvæmar eftirlíkingar Hann segir nýgeðvirkuefnin finnast í alls kyns formum og dæmi séu um nákvæmar eftirlíkingar annarra efna. Dæmi um töflu sem var seld sem þekkt efni en er í raun nýgeðvirkt efni. Notendur geta ekki séð muninn, Vísir „Margar töflur af þessum efnum sem við höfum séð hafa verið mjög vel pressaðar. Þannig að fyrir bert augað þá er erfitt að greina um fölsun. En þegar við efnagreinum þær þá sjáum við að það er ekki rétt efni í töflunum. Á bak við framleiðsluna eru oft færir efnafræðingar á ólöglegum rannsóknarstofum,“ segir Adam.
Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Tollgæslan Smygl Norræna Múlaþing Tengdar fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 24. nóvember 2025 18:01 Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. 24. október 2025 16:14 Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu. 14. október 2025 10:21 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 24. nóvember 2025 18:01
Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. 24. október 2025 16:14
Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu. 14. október 2025 10:21