„Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 06:31 Hörðum stuðningsmönnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur gengið afar brösulega að bregðast við þeirri staðreynd að vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins yrði allajafna sáralítið og færi í langflestum tilfellum eftir íbúafjölda þess. Til að mynda yrði vægið allajafna 0,08% í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, sem væri yfirfært á Alþingi á við einungis 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Sjálfir hafa þeir kosið að tala einungis um „sætið við borðið“ en hafa hins vegar af skiljanlegum ástæðum alls ekki viljað ræða nánar hvað það sæti fæli í sér. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, er þar engin undantekning. Í grein á Vísi fyrir helgi gekkst hann við áðurnefndri staðreynd enda erfitt að neita henni. Lesa má einfaldlega um hana á vef ráðherraráðsins. Hins vegar greip hann til þess ráðs annars vegar að segja að Íslandi hefði á móti engin áhrif á það regluverk Evrópusambandsins sem taka þyrfti upp hér á landi í gegnum aðildina að EES-samningnum og að þó smáríki hefðu vissulega ekki mikil áhrif ein og sér innan sambandsins ynnu þau þar í bandalögum og nefndi Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Vægi Norðurlandanna sem eru innan Evrópusambandsins, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar, í ráðherraráðinu er samanlagt 4,9%. Samanlagt vægi Eystrasaltslandanna Eistlands, Lettlands og Litháens er tæpt 1,4%. Vægi allra sex ríkjanna saman er tæp 6,3%. Ríkin lögðust öll gegn því að sambandið setti tolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi í síðustu viku en sú varð engu að síður niðurstaðan. Magnús segir að ríkin hafi ítrekað haft afgerandi áhrif á stefnu Evrópusambandsins „í málefnum Rússlands og Úkraínu, orkuöryggis og stafrænnar þróunar“ en nefnir þó engin eiginleg dæmi þess. Sautján fámennari ríkin á við Þýzkaland eitt Vitanlega geta ríki mögulega haft áhrif í ákveðnum tilfellum innan Evrópusambandsins þó fámenn séu en það er þá allajafna einungis vegna þess að fjölmennustu ríkin kjósa að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Fyrir því er þó nákvæmlega engin trygging og fyrst og fremst háð geðþótta þeirra fjölmennustu. Til þess að hafa sama vægi í ráðherraráðinu og Þýzkaland eitt þarf þannig 17 fámennari ríki sambandsins. Af 27 ríkjum þess, 63% þeirra. Til þess að fá eitthvað samþykkt í ráðinu að öllu jöfnu þarf allavega tvö af fjölmennustu ríkjunum sem eru auk Þýzkalands Frakkland, Spánn og Ítalía. Magnús taldi síðan upp dæmi um það sem hann kallaði „hugsanleg áhrif“ Íslands innan Evrópusambandsins. Þar nefndi hann fyrst ráðherraráðið, sem hefur þegar verið afgreitt, og þá þing sambandsins. Þar yrði staða Ísland aðeins skárri en í ráðinu, við fengjum sex þingmenn af vel yfir 700 eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Magnús sagði Ísland fá fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ríkisstjórn þess). Þeim sem þar sitja er þó óheimilt að draga taum heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þá nefndi hann leiðtogaráðið sem ekki fer með neitt löggjafarvald. Hundruð Íslendinga myndu síðan fá störf í stofnunum Evrópusambandsins að sögn Magnúsar „með þeim óbeinu áhrifum, aðgangi að ákvarðanatökuaðilum og hagsmunagæslu sem slíkt myndi tryggja.“ Umræddir einstaklingar yrðu þó fyrst og síðast starfsmenn sambandsins og því eðli málsins samkvæmt ekki í neinni hagsmunagæzlu fyrir Ísland. Hins vegar telur hann á sama tíma íslenzka opinbera starfsmenn engin áhrif hafa á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þrátt fyrir að samningurinn geri beinlínis ráð fyrir aðkomu þeirra. Sjötíu prósent talan stenzt ekki skoðun Tal Magnúsar um áhrifaleysi á vettvangi EES-samningsins er annars miklu frekar rök fyrir því að skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag, en fyrir inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverkið yrði undir og vægið sáralítið. Meira að segja sambandið sjálft hefur lýst þeirri afstöðu að Ísland ætti hægara en það með að semja um fríverzlun: „Í samanburði við ESB eiga lítil hagkerfi með takmarkaðan iðnað og færri hagsmuni sem þarfnast verndar auðveldara með að gera fríverzlunarsamninga við stærri viðskiptaríki.“ Magnús sagði að Ísland þyrfti áfram að fylgja regluverki Evrópusambandsins þó gerður yrði víðtækur fríverzlunarsamningur í stað EES-samningsins. Vissulega en þá í mesta lagi aðilar í viðskiptum við sambandið. Hins vegar þyrfti ekki allt samfélagið hér á landi að sitja og standa í samræmi við íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk frá Brussel og það myndi ekki skapa tæknilegar viðskiptahindranir í viðskiptum við önnur ríki sem miklu fremur eru markaðir til framtíðar. Ólíkt því sem hann heldur fram ná slíkir samningar til alls þess helzta sem máli skiptir í nútíma milliríkjaviðskiptum. Vaxandi eftirspurn er þess utan talin verða áfram eftir próteinríku fæði í framtíðinni sem á ekki sízt við um sjávarafurðir. Þar er Evrópusambandið ekki sjálfbært og þarf að flytja inn helming þess fiskmetis sem neytt er innan þess. Hvað tal Magnúsar um að 70% útflutnings okkar fari til sambandsins er í raun ekkert hægt að fullyrða í þeim efnum. Samkvæmt hagtölum var hlutfallið 62% á síðasta ári en af því er meirihlutinn skráður á Holland eins og iðulega einkum vegna flutninga um umskipunarhöfnina í Rotterdam. Í flestum tilfellum er ekki vitað hvert í heiminum vörurnar fara þaðan. Hefðum ekki veitt einn sporð af makríl Hvað varðar bankahrunið haustið 2008 kemur meira að segja fram í greiningu Evrópusambandsins sjálfs frá því í marz 2014 að sjálfstæður gjaldmiðill hafi gert Íslandi kleift að ná sér hratt eftir það: „Hið litla norræna ríki hefur að mestu náð sér eftir djúpa efnahagskrísu þökk sé gengislækkun gjaldmiðilsins og miklum viðskiptaafangi – viðsnúningur sem var mögulegur að hluta til vegna fjarlægðar landsins frá evrusvæðinu.“ Það er ástæða fyrir því að útrás bankanna eins og hún átti sér stað var nær alfarið innan Evrópska efnahagssvæðisins. Regluverk sambandsins gerði hana mögulega. Varðandi Icesave-deiluna varð hún fyrst og fremst til vegna þess að regluverk Evrópusambandsins gerði bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra í heimalandinu, í stað dótturfélaga, í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins á ábyrgð innistæðutryggingasjóðs heimalandsins. Hvað makríldeiluna varðar var sú afstaða sambandsins skýr að Ísland ætti engan rétt á að veiða makríl. Innan þess hefðum við fyrir vikið ljóslega ekki veitt einn sporð. Vegna veru okkar utan sambandsins gátum við hins vegar tekið sjálfstæða ákvörðun um veiðar í okkar eigin efnahagslögsögu. Hvað varðar síðan kórónuveirufaraldurinn er til dæmis ástæða fyrir því að einstök ríki Evrópusambandsins fóru að reyna að verða sér úti um bóluefni við kórónuveirunni framhjá aðgerðum sambandsins og að harðir Evrópusambandssinnar eins og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Guy Verhofstadt, sem nú er forseti móðurhreyfingar Evrópuhreyfingarinnar, sögðu framgöngu þess klúður. Ekki einungis í upphafi heldur þegar vel var liðið á faraldurinn. Þrátt fyrir vandræðagang Breta sem Magnús nefnir gekk þeim mun betur en Evópusambandinu. Svifaseina olíuskipinu. Mikilvægara að ráða eigin lagasetningu Hvað útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu annars varðar þarf engum að koma á óvart að viðskipti við þá sem eftir urðu innan tollamúra sambandsins yrðu erfiðari þegar út fyrir þá var komið. Hins vegar áttu aukin viðskipti við restina af heiminum að vega þar upp á móti. Einkum með því að skera hressilega niður það umfangsmikla og íþyngjandi regluverk sem Bretar höfðu fengið frá Evrópusambandinu. Ekki sízt tæknilegar viðskiptahindranir. Það hefur hins vegar enn sem komið er aðeins að litlu leyti verið gert. Þó frelsið hafi verið endurheimt hafa hlekkirnir ekki verið fjarlægðir. Hvað skoðanakannanir í Bretlandi um útgönguna úr Evrópusambandinu varðar hafa þær ekki verið eins einhlítar og Magnús hélt fram. Til dæmis hafa kannanir sýnt fleiri á því að kjósa stjórnmálaflokka sem legðu áherzlu á það að útgangan skilaði tilætluðum árangri en flokka sem vildu aftur í sambandið, fleiri á því að mikilvægara væri fyrir Breta að ráða eigin lagasetningu en að eiga í greiðari viðskiptum við það og fleiri á því að útgangan væri ekki fullklárað verkefni. Flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið hafa enda aðeins verið að mælast samanlagt með um fjórðung fylgis. Hvað sem því annars líður er auðvitað ágætt að fá það enn og aftur staðfest að Evrópusambandssinnar geti ekki neitað þeirri staðreynd að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði sáralítið. Eins að fá það fram hjá formanni Evrópuhreyfingarinnar að Ísland myndi aðeins hafa hugsanleg áhrif innan þess. Á hinn bóginn myndum við ekki hugsanlega framselja valdið yfir flestum okkar málum til sambandsins ef við færum þar inn. Það yrði einfaldlega þannig í samræmi við sáttmála þess. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar kjósa iðulega að tala einungis um sæti við borðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Hörðum stuðningsmönnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur gengið afar brösulega að bregðast við þeirri staðreynd að vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins yrði allajafna sáralítið og færi í langflestum tilfellum eftir íbúafjölda þess. Til að mynda yrði vægið allajafna 0,08% í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, sem væri yfirfært á Alþingi á við einungis 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Sjálfir hafa þeir kosið að tala einungis um „sætið við borðið“ en hafa hins vegar af skiljanlegum ástæðum alls ekki viljað ræða nánar hvað það sæti fæli í sér. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, er þar engin undantekning. Í grein á Vísi fyrir helgi gekkst hann við áðurnefndri staðreynd enda erfitt að neita henni. Lesa má einfaldlega um hana á vef ráðherraráðsins. Hins vegar greip hann til þess ráðs annars vegar að segja að Íslandi hefði á móti engin áhrif á það regluverk Evrópusambandsins sem taka þyrfti upp hér á landi í gegnum aðildina að EES-samningnum og að þó smáríki hefðu vissulega ekki mikil áhrif ein og sér innan sambandsins ynnu þau þar í bandalögum og nefndi Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Vægi Norðurlandanna sem eru innan Evrópusambandsins, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar, í ráðherraráðinu er samanlagt 4,9%. Samanlagt vægi Eystrasaltslandanna Eistlands, Lettlands og Litháens er tæpt 1,4%. Vægi allra sex ríkjanna saman er tæp 6,3%. Ríkin lögðust öll gegn því að sambandið setti tolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi í síðustu viku en sú varð engu að síður niðurstaðan. Magnús segir að ríkin hafi ítrekað haft afgerandi áhrif á stefnu Evrópusambandsins „í málefnum Rússlands og Úkraínu, orkuöryggis og stafrænnar þróunar“ en nefnir þó engin eiginleg dæmi þess. Sautján fámennari ríkin á við Þýzkaland eitt Vitanlega geta ríki mögulega haft áhrif í ákveðnum tilfellum innan Evrópusambandsins þó fámenn séu en það er þá allajafna einungis vegna þess að fjölmennustu ríkin kjósa að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Fyrir því er þó nákvæmlega engin trygging og fyrst og fremst háð geðþótta þeirra fjölmennustu. Til þess að hafa sama vægi í ráðherraráðinu og Þýzkaland eitt þarf þannig 17 fámennari ríki sambandsins. Af 27 ríkjum þess, 63% þeirra. Til þess að fá eitthvað samþykkt í ráðinu að öllu jöfnu þarf allavega tvö af fjölmennustu ríkjunum sem eru auk Þýzkalands Frakkland, Spánn og Ítalía. Magnús taldi síðan upp dæmi um það sem hann kallaði „hugsanleg áhrif“ Íslands innan Evrópusambandsins. Þar nefndi hann fyrst ráðherraráðið, sem hefur þegar verið afgreitt, og þá þing sambandsins. Þar yrði staða Ísland aðeins skárri en í ráðinu, við fengjum sex þingmenn af vel yfir 700 eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Magnús sagði Ísland fá fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ríkisstjórn þess). Þeim sem þar sitja er þó óheimilt að draga taum heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þá nefndi hann leiðtogaráðið sem ekki fer með neitt löggjafarvald. Hundruð Íslendinga myndu síðan fá störf í stofnunum Evrópusambandsins að sögn Magnúsar „með þeim óbeinu áhrifum, aðgangi að ákvarðanatökuaðilum og hagsmunagæslu sem slíkt myndi tryggja.“ Umræddir einstaklingar yrðu þó fyrst og síðast starfsmenn sambandsins og því eðli málsins samkvæmt ekki í neinni hagsmunagæzlu fyrir Ísland. Hins vegar telur hann á sama tíma íslenzka opinbera starfsmenn engin áhrif hafa á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þrátt fyrir að samningurinn geri beinlínis ráð fyrir aðkomu þeirra. Sjötíu prósent talan stenzt ekki skoðun Tal Magnúsar um áhrifaleysi á vettvangi EES-samningsins er annars miklu frekar rök fyrir því að skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag, en fyrir inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverkið yrði undir og vægið sáralítið. Meira að segja sambandið sjálft hefur lýst þeirri afstöðu að Ísland ætti hægara en það með að semja um fríverzlun: „Í samanburði við ESB eiga lítil hagkerfi með takmarkaðan iðnað og færri hagsmuni sem þarfnast verndar auðveldara með að gera fríverzlunarsamninga við stærri viðskiptaríki.“ Magnús sagði að Ísland þyrfti áfram að fylgja regluverki Evrópusambandsins þó gerður yrði víðtækur fríverzlunarsamningur í stað EES-samningsins. Vissulega en þá í mesta lagi aðilar í viðskiptum við sambandið. Hins vegar þyrfti ekki allt samfélagið hér á landi að sitja og standa í samræmi við íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk frá Brussel og það myndi ekki skapa tæknilegar viðskiptahindranir í viðskiptum við önnur ríki sem miklu fremur eru markaðir til framtíðar. Ólíkt því sem hann heldur fram ná slíkir samningar til alls þess helzta sem máli skiptir í nútíma milliríkjaviðskiptum. Vaxandi eftirspurn er þess utan talin verða áfram eftir próteinríku fæði í framtíðinni sem á ekki sízt við um sjávarafurðir. Þar er Evrópusambandið ekki sjálfbært og þarf að flytja inn helming þess fiskmetis sem neytt er innan þess. Hvað tal Magnúsar um að 70% útflutnings okkar fari til sambandsins er í raun ekkert hægt að fullyrða í þeim efnum. Samkvæmt hagtölum var hlutfallið 62% á síðasta ári en af því er meirihlutinn skráður á Holland eins og iðulega einkum vegna flutninga um umskipunarhöfnina í Rotterdam. Í flestum tilfellum er ekki vitað hvert í heiminum vörurnar fara þaðan. Hefðum ekki veitt einn sporð af makríl Hvað varðar bankahrunið haustið 2008 kemur meira að segja fram í greiningu Evrópusambandsins sjálfs frá því í marz 2014 að sjálfstæður gjaldmiðill hafi gert Íslandi kleift að ná sér hratt eftir það: „Hið litla norræna ríki hefur að mestu náð sér eftir djúpa efnahagskrísu þökk sé gengislækkun gjaldmiðilsins og miklum viðskiptaafangi – viðsnúningur sem var mögulegur að hluta til vegna fjarlægðar landsins frá evrusvæðinu.“ Það er ástæða fyrir því að útrás bankanna eins og hún átti sér stað var nær alfarið innan Evrópska efnahagssvæðisins. Regluverk sambandsins gerði hana mögulega. Varðandi Icesave-deiluna varð hún fyrst og fremst til vegna þess að regluverk Evrópusambandsins gerði bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra í heimalandinu, í stað dótturfélaga, í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins á ábyrgð innistæðutryggingasjóðs heimalandsins. Hvað makríldeiluna varðar var sú afstaða sambandsins skýr að Ísland ætti engan rétt á að veiða makríl. Innan þess hefðum við fyrir vikið ljóslega ekki veitt einn sporð. Vegna veru okkar utan sambandsins gátum við hins vegar tekið sjálfstæða ákvörðun um veiðar í okkar eigin efnahagslögsögu. Hvað varðar síðan kórónuveirufaraldurinn er til dæmis ástæða fyrir því að einstök ríki Evrópusambandsins fóru að reyna að verða sér úti um bóluefni við kórónuveirunni framhjá aðgerðum sambandsins og að harðir Evrópusambandssinnar eins og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Guy Verhofstadt, sem nú er forseti móðurhreyfingar Evrópuhreyfingarinnar, sögðu framgöngu þess klúður. Ekki einungis í upphafi heldur þegar vel var liðið á faraldurinn. Þrátt fyrir vandræðagang Breta sem Magnús nefnir gekk þeim mun betur en Evópusambandinu. Svifaseina olíuskipinu. Mikilvægara að ráða eigin lagasetningu Hvað útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu annars varðar þarf engum að koma á óvart að viðskipti við þá sem eftir urðu innan tollamúra sambandsins yrðu erfiðari þegar út fyrir þá var komið. Hins vegar áttu aukin viðskipti við restina af heiminum að vega þar upp á móti. Einkum með því að skera hressilega niður það umfangsmikla og íþyngjandi regluverk sem Bretar höfðu fengið frá Evrópusambandinu. Ekki sízt tæknilegar viðskiptahindranir. Það hefur hins vegar enn sem komið er aðeins að litlu leyti verið gert. Þó frelsið hafi verið endurheimt hafa hlekkirnir ekki verið fjarlægðir. Hvað skoðanakannanir í Bretlandi um útgönguna úr Evrópusambandinu varðar hafa þær ekki verið eins einhlítar og Magnús hélt fram. Til dæmis hafa kannanir sýnt fleiri á því að kjósa stjórnmálaflokka sem legðu áherzlu á það að útgangan skilaði tilætluðum árangri en flokka sem vildu aftur í sambandið, fleiri á því að mikilvægara væri fyrir Breta að ráða eigin lagasetningu en að eiga í greiðari viðskiptum við það og fleiri á því að útgangan væri ekki fullklárað verkefni. Flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið hafa enda aðeins verið að mælast samanlagt með um fjórðung fylgis. Hvað sem því annars líður er auðvitað ágætt að fá það enn og aftur staðfest að Evrópusambandssinnar geti ekki neitað þeirri staðreynd að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði sáralítið. Eins að fá það fram hjá formanni Evrópuhreyfingarinnar að Ísland myndi aðeins hafa hugsanleg áhrif innan þess. Á hinn bóginn myndum við ekki hugsanlega framselja valdið yfir flestum okkar málum til sambandsins ef við færum þar inn. Það yrði einfaldlega þannig í samræmi við sáttmála þess. Það er ástæða fyrir því að Evrópusambandssinnar kjósa iðulega að tala einungis um sæti við borðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun