Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 18:00 Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar