Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 18:00 Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun