Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 14:32 Abel Braga (t.v. á mynd) hafði verið í fríi frá þjálfun í þrjú ár þegar kallið kom frá hans gamla félagi Internacional. Getty/Alexandre Loureiro Brasilíski fótboltaþjálfarinn Abel Braga ákvað að snúa aftur í þjálfun um helgina, í von um að bjarga sínu gamla liði Internacional frá falli úr efstu deild Brasilíu. Hann olli hins vegar óánægju með ósmekklegum ummælum um bleikar æfingatreyjur liðsins strax á fyrsta blaðamannafundi. Þegar hinn 73 ára Braga var kynntur til leiks í gær, í borginni Porto Alegre, sagði hann frá samtali sínu við íþróttastjórann Andres D‘Alessandro. „Ég sagði: Ég vil ekki hafa það að liðið mitt æfi í bleikum treyjum, þeir líta út eins og lið af einhverjum föggum.“ Hann var svo spurður nánar út í þessi ummæli og sagðist aðeins hafa notað þau í léttum tóni til þess að gíra upp leikmannahópinn sinn. Dagurinn var hins vegar ekki liðinn þegar Braga hafði svo beðist afsökunar, á Instagram: „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét óviðeigandi ummæli falla varðandi bleika litinn á blaðamannafundinum mínum. Áður en þetta fer víðar þá biðst ég afsökunar. Litir skilgreina ekki kyn. Það sem skilgreinir þau er persónuleikinn,“ sagði Braga samkvæmt frétt Reuters. Braga hefur á löngum þjálfaraferli oft stýrt Internacional og gerði liðið meðal annars að heimsmeistara félagsliða í fyrsta og eina skiptið, árið 2006, með sigri gegn Barcelona í úrslitaleik. Hann hafði verið hættur í þjálfun í þrjú ár þegar Internacional fékk hann til að snúa aftur en liðið er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö lið eru þegar fallin og tvö þessara liða koma til með að falla einnig: Ceará (43 stig), Vitória (42), Santos 41), Internacional (41) og Fortaleza (40). Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Þegar hinn 73 ára Braga var kynntur til leiks í gær, í borginni Porto Alegre, sagði hann frá samtali sínu við íþróttastjórann Andres D‘Alessandro. „Ég sagði: Ég vil ekki hafa það að liðið mitt æfi í bleikum treyjum, þeir líta út eins og lið af einhverjum föggum.“ Hann var svo spurður nánar út í þessi ummæli og sagðist aðeins hafa notað þau í léttum tóni til þess að gíra upp leikmannahópinn sinn. Dagurinn var hins vegar ekki liðinn þegar Braga hafði svo beðist afsökunar, á Instagram: „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét óviðeigandi ummæli falla varðandi bleika litinn á blaðamannafundinum mínum. Áður en þetta fer víðar þá biðst ég afsökunar. Litir skilgreina ekki kyn. Það sem skilgreinir þau er persónuleikinn,“ sagði Braga samkvæmt frétt Reuters. Braga hefur á löngum þjálfaraferli oft stýrt Internacional og gerði liðið meðal annars að heimsmeistara félagsliða í fyrsta og eina skiptið, árið 2006, með sigri gegn Barcelona í úrslitaleik. Hann hafði verið hættur í þjálfun í þrjú ár þegar Internacional fékk hann til að snúa aftur en liðið er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö lið eru þegar fallin og tvö þessara liða koma til með að falla einnig: Ceará (43 stig), Vitória (42), Santos 41), Internacional (41) og Fortaleza (40).
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira