38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 22:37 Jamie Vardy fagnar seinna marki sínu fyrir Cremonese í kvöld. Getty/Image Photo Agency/ Jamie Vardy skoraði tvö mörk í kvöld þegar Cremonese endaði tólf leikja taplausa hrinu Bologna með 3-1 sigri. Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball)
Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira