Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2025 08:48 Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar