Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 13:00 Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun