Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2025 15:02 Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun