Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar 12. desember 2025 08:16 Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, Þórður Snær Júlíusson, birtir reglulega pistla á þessum vettvangi og öðrum um það hversu mjög stoltur hann er af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og móðgaður yfir framferði stjórnarandstöðunnar. Í síðustu viku birtist til að mynda pistill með yfirskriftinni „Stjórnarandstaða sem virðist ekki vilja láta taka sig alvarlega“ þar sem farið er rækilega yfir álit framkvæmdastjórans á afstöðu stjórnarandstöðunnar til fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026. Þessi fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar segir hann vera hápólitísk, alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk þar sem „tekið er til eftir heimsins versta partý síðustu ríkisstjórnar“ og því vart neitt málefnalegt út á þau að setja. Vill svo til að breytingartillögur stjórnarandstöðunnar eru sömuleiðis hápólitískar en þeim er hins vegar fundið allt til foráttu. Jafnvel má ganga svo langt og draga þá ályktun að það hafi komið framkvæmdastjóranum í opna skjöldu að stjórnmálaflokkar séu almennt pólitískir í störfum sínum, slíkar eru upphrópanirnar. Það skyldi þó aldrei vera að höfundurinn líti svo á að ríkisstjórnin hafi einkaleyfi á pólitískum tilburðum? Skrattinn í hverju horni Í öllu falli þykir framkvæmdastjóranum ekki nokkurt mark takandi á minnihluta sem tekur hlutverk sitt alvarlega. Til dæmis með því að vekja máls á (neikvæðum) umsögnum hagaðila við frumvörp ríkisstjórnarinnar og sér jafnvel tilefni til að tekið sé mark á slíkum athugasemdum. Sérstaklega aðfinnsluvert þykir framkvæmdastjóranum að litið sé til umsagna hagsmunasamtaka fyrirtækja sem „hafa yfir sér hlutlaust yfirvarp en stundi glerharða og ríkisstyrkta pólitík“. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að téðir hagaðilar eigi samleið með hugsjónum hægri manna, rétt eins og önnur hagsmunasamtök eiga meiri samleið með skoðunum vinstrisins. Til þess þarf ekki nokkuð samsæri. Það væri auðvitað lang þægilegast fyrir framkvæmdastjórann ef engin væri andstaðan en þannig virkar þetta bara ekki. Rétt eins og sumir sjá skrattann í hverju horni, þá sér framkvæmdastjórinn Sjálfstæðisflokkinn í hverju einasta horni, skúmaskoti, krók, kima og afdal. Þessar raunir sínar rekur hann svo yfirleitt á bloggsíðu sinni í löngu máli, kennir flokknum um allt það sem betur mætti fara í íslensku samfélagi í þátíð, nútíð og framtíð en skilur sannsöglið eftir heima. Framkvæmdastjórinn heldur því til dæmis fram fullum fetum að Sjálfstæðisflokkurinn vilji selja ríkiseignir á undirverði - jafnvel gefa vinum og vandamönnum - þegar augljóst er að fjárhæðirnar byggja á bókfærðu virði en ekki áætluðu markaðsvirði eignanna og því um einskonar lágmarks viðmið að ræða. Þá segir hann að skattalækkunartillögur Sjálfstæðisflokksins sem og hugmyndir um einföldun og afnám óþarfa regluverks jafngilda því að „kveikt sé í kofanum“, hvorki meira né minna. Flokkurinn kæri sig augljóslega kollóttann um venjulegt fólk, velferðarkerfið og grunnþjónustu hins opinbera. Svo vísað sé til orða framkvæmdastjórans sjálfs; þetta er ósatt. Þvæla. Matarholan er ekki ótæmandi Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn trúir ekki á almætti hins opinbera heldur á kraftmikið einkaframtak. Það þýðir hins vegar ekki að stefna flokksins sé að grafa undan velferðarkerfinu í hvívetna. Þvert á móti vill flokkurinn efla grunnstoðirnar sem tryggja velferð hér á landi og þjónustu til handa þeim sem hana þurfa. Það gerum við með því að skapa hvata til nýsköpunar og framtakssemi, með því að gefa atvinnulífinu andrými til vaxtar og aukinnar verðmætasköpunar. Það er nefnilega þaðan sem peningarnir koma, peningarnir sem hið opinbera innheimtir í formi skatta og gjalda, til að byggja upp og standa undir grunnþjónustunni við fólkið í landinu. Sjálfstæðismenn eru meðvitaðir um þau áhrif sem aukin skattheimta hefur á verðmætasköpun og hegðun fólks og fyrirtækja. „Harða hægrið” skilur þann einfalda sannleik að ekki er um óþrjótandi uppsprettu fjármagns að ræða sem ríkið getur virkjað að vild án afleiðinga. Það getur meira að segja borgað sig að lækka skatta og draga úr afskiptum ríkisins til að auka umsvif í hagkerfinu til að skila ríkissjóði auknum tekjum sem nýta má í samneysluna. En vinstrið vill ekki kannast við neitt af þessu. Sama hvort framkvæmdastjórinn og vinir hans vilja kalla skattahækkanir leiðréttingu, lokun á glufum, aðhald á tekjuhlið eða sanngjarna gjaldheimtu, gildir það einu, áhrifin eru þau sömu. Þurfa bara sumir að segja satt? Þingmenn og fylgitungl stjórnarmeirihlutans virðast hafa tileinkað sér vinnulag þar sem staðreyndir mæta afgangi, tilgangurinn helgar meðalið og áróðurinn trompar allt. Á meðan bloggað er í gríð og erg um stjórnarandstöðuna er sögulegur hægagangur á Alþingi og almennur skortur á verkstjórn. Það færi sennilega betur á því að umræddur framkvæmdastjóri liti sér nær og léti verkin tala í stað þess að eyða allri sinni orku og annarra í að slá ryki í augu almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, Þórður Snær Júlíusson, birtir reglulega pistla á þessum vettvangi og öðrum um það hversu mjög stoltur hann er af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og móðgaður yfir framferði stjórnarandstöðunnar. Í síðustu viku birtist til að mynda pistill með yfirskriftinni „Stjórnarandstaða sem virðist ekki vilja láta taka sig alvarlega“ þar sem farið er rækilega yfir álit framkvæmdastjórans á afstöðu stjórnarandstöðunnar til fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026. Þessi fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar segir hann vera hápólitísk, alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk þar sem „tekið er til eftir heimsins versta partý síðustu ríkisstjórnar“ og því vart neitt málefnalegt út á þau að setja. Vill svo til að breytingartillögur stjórnarandstöðunnar eru sömuleiðis hápólitískar en þeim er hins vegar fundið allt til foráttu. Jafnvel má ganga svo langt og draga þá ályktun að það hafi komið framkvæmdastjóranum í opna skjöldu að stjórnmálaflokkar séu almennt pólitískir í störfum sínum, slíkar eru upphrópanirnar. Það skyldi þó aldrei vera að höfundurinn líti svo á að ríkisstjórnin hafi einkaleyfi á pólitískum tilburðum? Skrattinn í hverju horni Í öllu falli þykir framkvæmdastjóranum ekki nokkurt mark takandi á minnihluta sem tekur hlutverk sitt alvarlega. Til dæmis með því að vekja máls á (neikvæðum) umsögnum hagaðila við frumvörp ríkisstjórnarinnar og sér jafnvel tilefni til að tekið sé mark á slíkum athugasemdum. Sérstaklega aðfinnsluvert þykir framkvæmdastjóranum að litið sé til umsagna hagsmunasamtaka fyrirtækja sem „hafa yfir sér hlutlaust yfirvarp en stundi glerharða og ríkisstyrkta pólitík“. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að téðir hagaðilar eigi samleið með hugsjónum hægri manna, rétt eins og önnur hagsmunasamtök eiga meiri samleið með skoðunum vinstrisins. Til þess þarf ekki nokkuð samsæri. Það væri auðvitað lang þægilegast fyrir framkvæmdastjórann ef engin væri andstaðan en þannig virkar þetta bara ekki. Rétt eins og sumir sjá skrattann í hverju horni, þá sér framkvæmdastjórinn Sjálfstæðisflokkinn í hverju einasta horni, skúmaskoti, krók, kima og afdal. Þessar raunir sínar rekur hann svo yfirleitt á bloggsíðu sinni í löngu máli, kennir flokknum um allt það sem betur mætti fara í íslensku samfélagi í þátíð, nútíð og framtíð en skilur sannsöglið eftir heima. Framkvæmdastjórinn heldur því til dæmis fram fullum fetum að Sjálfstæðisflokkurinn vilji selja ríkiseignir á undirverði - jafnvel gefa vinum og vandamönnum - þegar augljóst er að fjárhæðirnar byggja á bókfærðu virði en ekki áætluðu markaðsvirði eignanna og því um einskonar lágmarks viðmið að ræða. Þá segir hann að skattalækkunartillögur Sjálfstæðisflokksins sem og hugmyndir um einföldun og afnám óþarfa regluverks jafngilda því að „kveikt sé í kofanum“, hvorki meira né minna. Flokkurinn kæri sig augljóslega kollóttann um venjulegt fólk, velferðarkerfið og grunnþjónustu hins opinbera. Svo vísað sé til orða framkvæmdastjórans sjálfs; þetta er ósatt. Þvæla. Matarholan er ekki ótæmandi Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn trúir ekki á almætti hins opinbera heldur á kraftmikið einkaframtak. Það þýðir hins vegar ekki að stefna flokksins sé að grafa undan velferðarkerfinu í hvívetna. Þvert á móti vill flokkurinn efla grunnstoðirnar sem tryggja velferð hér á landi og þjónustu til handa þeim sem hana þurfa. Það gerum við með því að skapa hvata til nýsköpunar og framtakssemi, með því að gefa atvinnulífinu andrými til vaxtar og aukinnar verðmætasköpunar. Það er nefnilega þaðan sem peningarnir koma, peningarnir sem hið opinbera innheimtir í formi skatta og gjalda, til að byggja upp og standa undir grunnþjónustunni við fólkið í landinu. Sjálfstæðismenn eru meðvitaðir um þau áhrif sem aukin skattheimta hefur á verðmætasköpun og hegðun fólks og fyrirtækja. „Harða hægrið” skilur þann einfalda sannleik að ekki er um óþrjótandi uppsprettu fjármagns að ræða sem ríkið getur virkjað að vild án afleiðinga. Það getur meira að segja borgað sig að lækka skatta og draga úr afskiptum ríkisins til að auka umsvif í hagkerfinu til að skila ríkissjóði auknum tekjum sem nýta má í samneysluna. En vinstrið vill ekki kannast við neitt af þessu. Sama hvort framkvæmdastjórinn og vinir hans vilja kalla skattahækkanir leiðréttingu, lokun á glufum, aðhald á tekjuhlið eða sanngjarna gjaldheimtu, gildir það einu, áhrifin eru þau sömu. Þurfa bara sumir að segja satt? Þingmenn og fylgitungl stjórnarmeirihlutans virðast hafa tileinkað sér vinnulag þar sem staðreyndir mæta afgangi, tilgangurinn helgar meðalið og áróðurinn trompar allt. Á meðan bloggað er í gríð og erg um stjórnarandstöðuna er sögulegur hægagangur á Alþingi og almennur skortur á verkstjórn. Það færi sennilega betur á því að umræddur framkvæmdastjóri liti sér nær og léti verkin tala í stað þess að eyða allri sinni orku og annarra í að slá ryki í augu almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun