„Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. desember 2025 07:02 Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við ákvörðun heildarafla í efnahagslögsögu Evrópusambandsins á dögunum og úthlutun afla til ríkja þess var farið með grófum hætti gegn hagsmunum Írlands að sögn írskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka þarlendra sjómanna. Regla sem samið var um við forvera sambandsins á áttunda áratug síðustu aldar og tryggja átti ákveðinn lágmarks rétt írskra fiskiskipa til veiða í lögsögu Írlands, hafi verið höfð að engu einkum fyrir tilstilli fjölmennustu ríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir Pat „the Cope“ Gallagher, talsmanni stjórnmálaflokksins Fianna Fáil í sjávarútvegsmálum, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands, í írskum fjölmiðlum að ljóst sé að Evrópusambandið hafi algerlega brugðist Írum. Framganga Frakklands, Þýzkalands, Póllands og Hollands í málinu fæli í sér „fullkominn fjaldskap í garð smáríkis“ og það að hafa að engu rétt Írlands, sem samið hefði verið um við forvera sambandsins fyrir fjórum áratugum, fæli í sér „rándýrshegðun.“ „Evrópusambandið starfrækir kerfi sem byggir á tvöföldu siðgæði eftir því hvaða ríki sambandsins eiga í hlut,“ sagði Gallagher. Írland stæði þar höllum fæti gagnvart stærri ríkjum. Á sama tíma og komið væri fram við Íra með þessum hætti veiddu fiskiskip frá áðurnefndum ríkjum í írskri efnahagslögsögu án þess að mikið eftirlit væri með því. „Írar áttu að hafa tryggingu fyrir ákveðinni hlutdeild í aflaheimildum á þeirra eigin miðum. Þeirri vernd hefur nú verið kippt í burtu.“ Vægi ríkja innan í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins þannig 0,08% í ráðherraráði þess, valdamestu stofnuninni, sem er á við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Írland er hins vegar 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Hver yrði staða okkar Íslendinga innan Evrópusambandsins þegar komið er fram við Íra með þessum hætti? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun