Innlent

Systir og amma drengs í með­ferð létust í Suður-Afríku

Agnar Már Másson skrifar
Fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur var í meðferð í Suður-Afríku létsut í slysi í landinu. 
Fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur var í meðferð í Suður-Afríku létsut í slysi í landinu. 

Íslendingarnir sem létust í umferðarslysi í Suður-Afríku í vikunni voru þar til að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu, en faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

„Við erum harmi slegin og engin orð fá lýst þeirri sorg sem fjölskyldan gengur nú í gegnum,“ kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldunni en greint var frá því í gær að Íslendingar hefðu lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að farþegar í bifreiðinni hafi verið fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur væri í meðferð á meðferðarheimilinu Healing Wings. Fjölskyldan hafi ferðast til Suður-Afríku til að eyða jólunum með drengnum og fara með jólagjafir til drengjanna sem þar dvelja. 

„Hugur okkar er hjá nánustu ættingjum,“ er bætt við í yfirlýsingunni. „Við biðlum til fjölmiðla að veita fjölskyldumeðlimum og öðrum aðstandendum frið á þessum ólýsanlega erfiðu tímum og forðast óþarfa fréttaflutning um málið. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.“

Bústaðakirkja opnaði dyr sínar í gær fyrir aðstandendur og vini hinna látnu og þess slasaða. Athöfnin var vel sótt og fjölmenntu samnemendur stúlkunnar meðal annars til að minnast hennar, sýna samstöðu og samhug.

Dæmi eru um að foreldrar sendi börn til Suður-Afríku í meðferð vegna vímuefnavada þar sem þeir finna ekki réttu úrræðin hér á landi, eins og greint var frá á Vísi í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×