Innlent

Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykja­vík

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Björgunarsveitin aðstoðaði við leitina. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitin aðstoðaði við leitina. Myndin er úr safni. Vísir/Viktor Freyr

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér.

Þetta staðfestir Magnús Ragnarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þrjá göngmenn sem lögðu af stað fyrr í dag en formleg leit hófst um tuttugu mínútur yfir fimm. Rétt fyrir sjö fundust göngumennirnir fyrir tilviljun á meðan þau fengu sér að borða í Reykjavík.

„Fólkið er fundið, það er búið að koma sér til Reykjavíkur en það hafði ekki náðst í það. Það voru tæplega tvö hundruð manns sem voru komnir af stað,“ segir Magnús.

Samferðarmaður göngumannanna hafði samband við lögreglu eftir að þeir skiluðu sér ekki heim. Leitað evar á Hellisheiðinni og þar í kring. Um er að ræða þrjá erlenda ferðamenn.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgælsunnar, staðfestir að óskað hafi verið eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Magnús segir að einnig hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×