Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 11. janúar 2026 12:01 Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Línuritin stefndu loks upp á við og það hýrnaði yfir stjórnendum skólanna, sem nú gátu ráðið inn nýja kennara og aukið framboð af því námi sem nemendur sóttust eftir. Fjárhagsstaða skólanna varð bara ágæt – í um tvö til þrjú ár. Það kom nefnilega fljótt í ljós að megnið af þessu aukna fjárframlagi var vegna hækkaðrar húsaleigu sem ríkið rukkaði sjálft sig um og svo virtist líka bara tjaldað til einnar nætur því frá árinu 2019 hafa framlög til framhaldsskólanna lækkað um rúma tvo og hálfan milljarð sem eru 6% af heildarútgjöldum ríkisins árið 2019. Það gefur auga leið að stöðug og kerfisbundin vanfjármögnun skólanna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að halda uppi því námi sem nemendur sækjast eftir og hvað þá á möguleika þeirra til að ráða til sín menntað starfsfólk til þess að sinna kennslu og stuðningi við sífellt fjölbreyttari nemendahóp. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á rekstrarniðurstöðu og eigin fé framhaldsskólanna frá 2019 til 2024 eins og þær hafa verið birtar í ársreikningum skólanna. Þarna má glögglega sjá hvernig rekstrarafkoma allt of margra skóla verður verri og verri um leið og framlög ríkisins til framhaldsskólastigsins lækka ár frá ári. Hið svokallaða reiknilíkan sem mennta- og barnamálaráðuneytið notar til að útdeila fé til skólanna er öllum skólameisturum lokuð bók og enginn þeirra fær að vita hvaða forsendur liggja að baki upphæðunum til skólanna sem reikniverkið framkallar. Til er þessi fína reglugerð frá árinu 1999 þar sem segir í 3. grein „Reiknilíkanið skal vera í formi tölvuforrits, aðgengilegt öllum skólum og opið þeim sem vilja kynna sér hvernig það vinnur.“ Ráðuneyti menntamála hefur enn ekki tekist að standa við þessa grein reglugerðarinnar. Ef við skoðum þróun útgjalda til framhaldsskólastigsins á hvert mannsbarn landsins (staðvirt á mann) á þessum sama tíma, frá 2019 til 2024 blasir þessi samdráttur við. Stöðugt er dregið úr fjármagni ríkissjóðs til málaflokksins (Sjá nánar á vef KÍ, Skólakerfið í hnotskurn). Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið boðað nýja stórsókn á framhaldsskólastiginu sem lýst er sem „umfangsmestu stuðningsaðgerðum“ síðari ára sem á m.a. að felast í „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er planið hins vegar mjög skýrt: Áfram verður haldið gengdarlausum niðurskurði á framhaldsskólastiginu á næstu árum! Hvernig munu myndirnar með þessari grein líta út eftir önnur fimm ár? – Það er a.m.k. ljóst að svona er ekki hægt að móta farsæla framtíð fyrir framhaldsskólastigið. Við skorum á ríkisstjórnina og nýjan mennta- og barnamálaráðherra að snúa þessari öfugþróun við. Félag framhaldsskólakennara er sannarlega reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu. Mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Línuritin stefndu loks upp á við og það hýrnaði yfir stjórnendum skólanna, sem nú gátu ráðið inn nýja kennara og aukið framboð af því námi sem nemendur sóttust eftir. Fjárhagsstaða skólanna varð bara ágæt – í um tvö til þrjú ár. Það kom nefnilega fljótt í ljós að megnið af þessu aukna fjárframlagi var vegna hækkaðrar húsaleigu sem ríkið rukkaði sjálft sig um og svo virtist líka bara tjaldað til einnar nætur því frá árinu 2019 hafa framlög til framhaldsskólanna lækkað um rúma tvo og hálfan milljarð sem eru 6% af heildarútgjöldum ríkisins árið 2019. Það gefur auga leið að stöðug og kerfisbundin vanfjármögnun skólanna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að halda uppi því námi sem nemendur sækjast eftir og hvað þá á möguleika þeirra til að ráða til sín menntað starfsfólk til þess að sinna kennslu og stuðningi við sífellt fjölbreyttari nemendahóp. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á rekstrarniðurstöðu og eigin fé framhaldsskólanna frá 2019 til 2024 eins og þær hafa verið birtar í ársreikningum skólanna. Þarna má glögglega sjá hvernig rekstrarafkoma allt of margra skóla verður verri og verri um leið og framlög ríkisins til framhaldsskólastigsins lækka ár frá ári. Hið svokallaða reiknilíkan sem mennta- og barnamálaráðuneytið notar til að útdeila fé til skólanna er öllum skólameisturum lokuð bók og enginn þeirra fær að vita hvaða forsendur liggja að baki upphæðunum til skólanna sem reikniverkið framkallar. Til er þessi fína reglugerð frá árinu 1999 þar sem segir í 3. grein „Reiknilíkanið skal vera í formi tölvuforrits, aðgengilegt öllum skólum og opið þeim sem vilja kynna sér hvernig það vinnur.“ Ráðuneyti menntamála hefur enn ekki tekist að standa við þessa grein reglugerðarinnar. Ef við skoðum þróun útgjalda til framhaldsskólastigsins á hvert mannsbarn landsins (staðvirt á mann) á þessum sama tíma, frá 2019 til 2024 blasir þessi samdráttur við. Stöðugt er dregið úr fjármagni ríkissjóðs til málaflokksins (Sjá nánar á vef KÍ, Skólakerfið í hnotskurn). Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið boðað nýja stórsókn á framhaldsskólastiginu sem lýst er sem „umfangsmestu stuðningsaðgerðum“ síðari ára sem á m.a. að felast í „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er planið hins vegar mjög skýrt: Áfram verður haldið gengdarlausum niðurskurði á framhaldsskólastiginu á næstu árum! Hvernig munu myndirnar með þessari grein líta út eftir önnur fimm ár? – Það er a.m.k. ljóst að svona er ekki hægt að móta farsæla framtíð fyrir framhaldsskólastigið. Við skorum á ríkisstjórnina og nýjan mennta- og barnamálaráðherra að snúa þessari öfugþróun við. Félag framhaldsskólakennara er sannarlega reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu. Mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun