Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“
Núna þegar aðstæður einkennast af kólnun í efnahagslífinu, aukinni óvissu í alþjóðamálum og útlit fyrir að vextir muni fara lækkandi þá ættu trygg arðgreiðslufélög að reynast „álitlegur fjárfestingarkostur“, að mati hlutabréfagreinanda. Að meðaltali eru félögin á íslenska markaðinum vanmetin um nærri fimmtung.
Tengdar fréttir
Gæti þurft sex prósenta nafnverðslækkun til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði
Eigi að takast að leiðrétta það ójafnvægi sem myndaðist á fasteignamarkaði á tímum heimsfaraldurs og lágra vaxta, þegar íbúðaverð hækkaði langt umfram launþróun, þá gæti þurft til um sex prósenta nafnverðslækkun á næstu tveimur árum, að mati sérfræðings.
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar
Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.
Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum
Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu.