Slegist er um mat sem dreift er úr lofti
Forsætisráðherra Ísraels er sagður ætla aftur að boða allsherjarhernám Gasa sem aðstandendur óttast að ógni öryggi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Slegist er um mat sem dreift er úr lofti en síðasta sólarhringinn hafa minnst átta til viðbótar látist úr hungri á Gasa.