Miðflokkurinn á flugi í nýrri könnun
Miðflokkurinn er á flugi í nýrri könnun Maskínu og bætir við sig fimm prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með um fjórtán prósenta fylgi og hefur ekki verið stærri á þessu kjörtímabili. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar enn og stendur í sextán prósentum.