Ísland í dag - Alltaf verið á móti því að selja lögin sín í auglýsingar

„Það er til fólk sem á nóg af öllu en er samt óhamingjusamt“ segir tónlistarmaðurinn KK í einlægu viðtali við Frosta Logason. Við ræðum við hann um nokkur af hans fallegustu lögum, reynum að kryfja galdurinn á bak við einfaldara líf og hvernig við getum hætt að láta okkur líða illa í hröðu lífsgæðakapphlaupi þar sem efnishyggja og neysla er allt umlykjandi. Ekki missa af Íslandi í dag klukkan 18:55 á Stöð 2 í kvöld.

6752
14:04

Vinsælt í flokknum Ísland í dag