
Önnur argentínsk goðsögn fallin frá
Einungis þremur mánuðum eftir að Diego Armanda Maradona féll frá þá er önnur argentínsk goðsögn fallinn frá. Leopoldo Luque er látinn.
Einungis þremur mánuðum eftir að Diego Armanda Maradona féll frá þá er önnur argentínsk goðsögn fallinn frá. Leopoldo Luque er látinn.
Fyrrverandi NFL-leikmaðurinn Vincent Jackson fannst látinn á hótelherbergi í Flórída í gær. Hann var 38 ára.
Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er fallinn frá, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar.
Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.
„Hún var mér allt,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um Elisabeth móður sína sem lést 19. janúar síðastliðinn, 81 árs að aldri.
Bandaríska söngkonan Mary Wilson, sem var ein stofnenda sveitarinnar The Supremes, er látin, 76 ára að aldri.
Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.
George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.
Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners.
Bandaríski söngvarinn og lagasmiðurinn Jim Weatherly, sem er best þekktur fyrir að hafa samið smellinn Midnight Train to Georgia, er látinn, 77 ára að aldri.
Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.
Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.
Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, verður borinn til grafar í dag. Útför Svavars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.
Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar.
Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight!
Skoska tónlistarkonan og pródúsentinn SOPHIE lést aðfaranótt laugardags, 34 ára að aldri. Samkvæmt yfirlýsingu frá útgefanda hennar Transgressive rann hún og féll eftir að hafa klifrað upp til að virða fyrir sér fulla tunglið.
Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman er látin, 94 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef Variety en þar segir að Leachman hafi látist af náttúrulegum orsökum.
Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana.
Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum.
Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5.
Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum.
Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag.
Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum.
Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina.
Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri.
Sylvain Sylvain, gítarleikari bandarísku rokk- og pönksveitarinnar New York Dolls, er látinn, 69 ára að aldri.
Þýsk-bandaríski töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn, 81 ára að aldri.
Sænska leikkonan Mona Malm, sem gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í myndinni Fanny og Alexander og gamanþáttunum Solsidan, er látin, 85 ára að aldri.