Koss og knús eru ekki gjafir! Þegar ég var lítil man ég hvað ég varð alltaf pirruð þegar ég spurði móður mína hvað ég ætti að gefa henni í jóla- og afmælisgjafir. "Bara koss og faðmlag, elskan mín,“ sagði hún iðulega. Bakþankar 24. október 2014 00:00
Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. Bakþankar 23. október 2014 07:00
Hvað á að elda í kvöld? Grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, lasanja, kjötbollur, grjónagrautur. Örbylgjuréttir fyrir sjálfstæða Íslendinga hafa verið uppistaðan í fæði fjölskyldunnar undanfarið. Bakþankar 22. október 2014 00:00
Heil eilífð í helvíti Ég hef örugglega ekki verið deginum eldri en ellefu ára þegar bekkjarpartíin hættu að snúast um skotbolta, stólaleik og lakkrísrör. Bakþankar 21. október 2014 09:00
Lifum í núinu Ef ég fullyrti að allt hefði verið betra fyrir tuttugu árum myndu margir jafnaldrar mínir eflaust taka í sama streng. Að minnsta kosti hvað menningarafurðir varðar. Kvikmyndir og tónlist náðu einhverjum kreatífum toppi um miðbik tíunda áratugarins Bakþankar 20. október 2014 00:00
Með tengdó í skuggasundi Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfulegur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn. Bakþankar 18. október 2014 07:00
To be grateful Jei pabbi, það er bréf!“ sagði spennt fjögurra ára dóttir mín þegar hún sá bréfið í póstkassanum. Eftir að hafa þurft að sætta sig við tóman póstkassa tvo daga í röð var sönn gleði að sjá bréf. Litlu skipti þótt bréfið væri ekki til hennar Bakþankar 17. október 2014 00:00
Næs í rassinn Í vikunni borgaði ég manni fimmþúsundkall fyrir að troða fingri upp í rassgatið á mér. Þetta var reyndar ekki farsæll endir á tilraunakenndu stefnumóti heldur heimsókn til læknis. Bakþankar 16. október 2014 07:00
Snjallsímaleysið Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni). Bakþankar 15. október 2014 07:00
Nú legg ég á, og mæli ég um Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Bakþankar 14. október 2014 07:00
Rúnturinn Það marrar í sætinu og morgunsólin brýst í gegnum rúðurnar. Hann situr makindalega á meðan húsin í borginni líða hjá og félagarnir setjast inn einn af öðrum. Bakþankar 11. október 2014 09:00
Knús eða kjaftshögg Þegar dóttir mín varð eins árs á dögunum uppgötvaði hún kærleikann. Bakþankar 10. október 2014 15:44
Ekki eyðileggja "góðu stundirnar“ "Heyrðu, hvernig gekk með þessa píu í gær?“ "Æi, ég tók eitthvað í hana og reyndi að kyssa hana. Þá bara brjálaðist hún og sagðist ætla að hringja á lögguna ef ég hætti ekki!“ "Oh, alltaf þarf löggan að eyðileggja góðu stundirnar.“ Bakþankar 10. október 2014 09:50
Föðurlegir ráðherrar Nú er ég staddur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. Það er mikil upplifun að dvelja í þessum heimshluta og hverfið sem ég bý í er gerólíkt öllu því sem ég á að venjast á Íslandi. Bakþankar 9. október 2014 07:00
Háhraða hugarró Ég ók eins og fjandinn væri á hælunum á mér. Sveiflaðist milli akreina eins og ég væri að sikksakka buxnaskálm með spori 4. Skipti niður, gaf í, bremsaði snögglega og skaut mér inn á milli. Bakþankar 8. október 2014 07:00
Traustur, einhleypur – og læknir! Það er vissulega eitthvað við lækna. Góðlegt augnatillit og traust handaband. Metnaðarfullir og agaðir eftir trilljón ára háskólanám. Bakþankar 7. október 2014 09:05
Rekinn Þetta var fyrsta stefnumótið. Ég var með minn besta rakspíra og mjög stressaður. Stelpan var sæt og tvítugi ég var alveg til í kelerí. Bakþankar 6. október 2014 06:30
Hið leiðinlega norræna fólk Sú mýta að norrænt fólk sé þögult og leiðinlegt lifir góðu lífi víða á Spáni. Óviljandi hef ég nú lagt mín lóð á vogarskálarnar til þess að blása nýju lífi í hana hér í strandbænum Fuengirola, þangað sem ég er nýfluttur. Bakþankar 4. október 2014 07:00
Vika er langur tími fyrir smáfólk Krílin mín tvö, sem eðli málsins samkvæmt eru einhver efnilegustu börn á Íslandi, dvelja viku hjá mér og viku hjá mömmu sinni. Svona hefur fyrirkomulagið verið frá áramótum og gengið nokkuð vel. Bakþankar 3. október 2014 07:00
Fyrirvari á lækin Það hlaut að koma að því. Byrjað er að takast á um læk á Facebook fyrir dómstólum. Bakþankar 2. október 2014 07:00
Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Skoðun 1. október 2014 07:00
Sætu stelpurnar eiga ekki að bera kylfur Í vikunni bárust fréttir af því að uppboði á námsmeyjum í Verslunarskóla Íslands hefði verið hætt. Líklega ráku margir upp stór augu líkt og ég við þessar fréttir. Bakþankar 1. október 2014 07:00
Býrð. Þú. Langt. Upp. Coonagh? Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt Bakþankar 30. september 2014 07:00
Rassatónlist Ég hlusta stundum á tónlist. Ég er bara þannig gerð. Ég hef gaman af alls konar tónlist og þar sem ég var alin upp af jazz-geggjara er rytminn í mér ríkjandi. Verð bara að dilla mér þið skiljið. Bakþankar 29. september 2014 00:00
Dúllumýsnar með valdið Ég fann fyrir þessari skringilegu tegund af stolti þegar ég skoðaði erlendar vefsíður með myndum af góðlegum íslenskum lögreglumönnum á samfélagsmiðlum að dúllast með ís og kandífloss, bjarga kettlingum og vera glaðir í gleðigöngunni. Bakþankar 27. september 2014 00:01
Hvíl í friði, unga Lilja Þegar ég var yngri fylgdist ég með fullorðna fólkinu í kringum mig og myndaði mér afar fastmótaðar hugmyndir um hvernig lífið yrði þegar maður yrði gamall (lesist: skriði yfir þrítugt). Bakþankar 26. september 2014 11:22
Titrandi smáblóm sem deyr Myndir þú vilja að íslensk króna yrði lögð niður og nothæfur gjaldmiðill tekinn upp? Hefðir þú áhuga á að sjá launataxta flestra starfsstétta hækka þannig að vinnandi fólk gæti loksins lifað mannsæmandi lífi? Bakþankar 25. september 2014 07:00
Hvernig tölvuleikir tengja mann Þegar ég kem heim eftir annasaman dag veit ég fátt betra en að setjast upp í sófa og kveikja á PlayStation-tölvunni. Þannig get ég á skjótan hátt komist úr annríki hversdagsins inn í annan heim. Bakþankar 24. september 2014 07:00
Sveitaþrælasæla Þegar ég var lítil fór ég alltaf í sveitina til pabba á sumrin. Þar lærði ég að harka af mér. Bakþankar 23. september 2014 08:00