Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pistill: Mætum á leiki hjá afrekskonunum okkar

    Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur byrja sumarið vel - myndir

    Stjörnukonur eru meistarar meistaranna í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Val á Stjörnuvellinum í kvöld. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar en Valur vann bikarinn. Stjörnukonur halda áfram að enda sigurgöngur Vals því Valskonur voru búnar að vinna Meistarakeppnina fimm ár í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

    KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Mist hetja Vals | Björk með þrennu

    Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá

    KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfram á Stöð 2 Sport

    365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

    Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Systurnar eru eins og svart og hvítt

    Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rakel samdi við Breiðablik

    Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrirliði Fylkis farin í Val

    Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt

    KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

    Íslenski boltinn