Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Áhorfendametið slegið

    Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Langt í land í máli ÍR og KA/Þórs

    Skrifstofa KSÍ hefur viðurkennt að hafa gert mistök með því að veita markverði kvennaliðs ÍR keppnisleyfi fyrir úrslitaleikina gegn Þór-KA um laust sæti í Landsbankadeild kvenna, því markvörðurinn var þar með að spila með sínu þriðja liði í sumar sem er bannað. Þetta kom fram í íþróttafréttum NFS í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins

    Valur og Breiðablik mætast í dag í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í knattspyrnu. Liðin hafa haft þó nokkra yfirburði í Landsbankadeildinni í sumar og bæði liðin hafa unnið bikarinn níu sinnum í gegnum tíðina.

    Sport
    Fréttamynd

    Elísabet framlengir við Val

    Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára best

    Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjölnir í Landsbankadeildina

    Kvennalið Fjölnis vann sér í dag sæti í efstu deild á næstu leiktíð þegar liðið lagði ÍR 1-0 í úrslitaleik um sæti í Landsbankadeildinni. ÍR á þó enn möguleika á að vinna sér sæti í deildinni þegar það mætir næstneðsta liði Landsbankadeildarinnar, Þór/KA, í leik um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    KR valtaði yfir Fylki

    Keppni í Landsbankadeild kvenna lauk í dag, en fyrr í dag varð ljóst að Valur landaði titlinum og FH féll á óeftirminnilegan hátt. KR-stúlkur völtuðu yfir Fylki 11-1 á útivelli í dag þar sem Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði fimm mörk, Breiðablik lagði Stjörnuna 2-0 á útivelli og Keflavík sigraði Þór/KA 3-1.

    Sport
    Fréttamynd

    Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

    Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

    Sport
    Fréttamynd

    Skilaði Neistanum 1,1 milljón

    Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

    Innlent
    Fréttamynd

    Titillinn er formsatriði hjá Valsstúlkum

    Þrettánda og næst síðasta umferðin í Landsbankadeild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur tryggðu sér nánast Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík 4-0 á útivelli og það þýðir að Breiðablik, sem vann Fylki 6-2 í kvöld, þarf að vinna lokaleik sinn með yfir 30 marka mun og treysta á að Valur tapi í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

    Sport
    Fréttamynd

    Skorað fyrir gott málefni

    Landsbanki Íslands, aðalstyrktaraðili efstu deildar karla- og kvenna í knattspyrnunni hér á landi, hefur í tilefni af 120 ára afmæli sínu ákveðið að hrinda af stað verkefni sem kallað hefur verið "Skorað fyrir gott málefni." Bankinn ætlar að gefa veglega fjárhæð til styrktar hjartveikum börnum fyrir hvert skorað mark í næstu umferð karla- og kvennadeildarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur FH í sumar

    FH-stúlkur unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna þegar þær lögðu lið Þórs/KA á heimavelli sínum í Kaplakrika 3-2. Sigurinn dugði FH þó ekki til að komast upp úr botnsæti deildarinnar, en liðið situr á botninum ásamt norðanliðinu með 3 stig, en hefur lakari markatölu.

    Sport
    Fréttamynd

    Átta leikir í 10 marka mun eða meira

    Mikið hefur verið rætt að undanförnu um þá stöðu sem upp er komin í kvennafótboltanum hér á Íslandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal stuðningsmanna, áhugamanna og jafnvel þjálfara liða í deildinni með mótafyrirkomulag Íslandsmótsins vegna þeirrar þróunar sem íþróttin hefur tekið.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur í víkíng

    Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í kvennafótboltanum halda nú um verslunarmannahelgina til Austurríkis þar sem liðið mun taka þátt í Evrópukeppni félagsliða.

    Sport
    Fréttamynd

    Spennan að ná hámarki

    Spennan er að ná hámarki í toppbaráttu Landsbankadeildar kvenna í fótbolta en í gærkvöldi mættust tvö efstu liðin, Breiðablik og Valur. Valsstúlkur, sem verma toppsætið, höfðu fyrir leikinn í gær unnið alla leikina sína tíu í deildinni í sumar og hefðu með sigri getað nánast gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

    Sport
    Fréttamynd

    Fékk gæsahúð þegar ég heyrði afmælissönginn

    Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára skoraði sjö mörk á afmælisdaginn

    Valskonur halda uppteknum hætti í toppbaráttunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og í kvöld valtaði liðið yfir Fylki 14-0 á Valbjarnarvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með því að skora 7 mörk í leiknum. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigurganga Vals heldur áfram

    Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikar sigruðu KA/Þór

    Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu sameiginlegt lið KA og Þórs 3-0 norður á Akureyri í leik dagsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Erna Sigurðardóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í dag og er liðið sem fyrr í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, en norðanstúlkur í næst neðsta sæti.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikar töpuðu í vesturbænum

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur unnu góðan sigur á Breiðablik 3-2 í vesturbænum, þar sem Fjóla Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir KR. Topplið Vals vann auðveldan 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli og Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir lánlaust lið Fylkis 10-0. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig og Breiðablik í öðru, sex stigum þar á eftir.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásta Árnadóttir best

    Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina.

    Sport
    Fréttamynd

    Lessa til Fylkis

    Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul.

    Sport
    Fréttamynd

    Markaregn í kvöld

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf

    Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

    Sport
    Fréttamynd

    Fullt hús hjá Valsstúlkum

    Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstelpur unnu toppslaginn stórt

    Valur vann toppslag Landsbankadeild kvenna gegn Breiðabliki 4-1 á Valbjarnarvelli í dag og er því áfram með fullt hús á toppnum. Þetta er fyrsta tap Breiðabliks í deildinni síðan í september 2004 en Blikastúlkur höfðu fyrir leikinn spilað 17 deildarleiki í röð án þess að tapa. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og þær Málfríður Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu hin mörkin.

    Sport
    Fréttamynd

    Rakel búin að skora tvö mörk í toppslagnum

    Rakel Logadóttir er búin að koma Valsstúlkum í 2-0 í toppslag Landsbankadeildar kvenna milli Vals og Breiðabliks sem fram fer þessa stundina á Valbjarnarvelli í Laugardal. Rakel skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Violu Odebrecht sem er að leika sinn fyrsta leik með Valsliðinu og seinna markið skoraði Rakel síðan á 30. mínútu eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur.

    Sport
    Fréttamynd

    KR-konur burstuðu botnlið FH

    KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Markaveisla af bestu gerð

    Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði KR

    Stjörnustúlkur lögðu KR 2-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur burstaði Þór/KA 6-0, Fylkir sigraði FH 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 á útivelli. Breiðablik og Valur hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en KR og FH eru á botninum án stiga.

    Sport