Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Olga frá út tímabilið?

    Markadrottningin Olga Færseth, leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV, meiddist illa á hné í æfingaleik og verður frá í nokkrar vikur. Hún missir því af fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna. Í versta falli eru liðbönd slitin og þá mun Olga ekkert spila með ÍBV í sumar sem er gríðarlegt áfall fyrir bikarmeistarana.

    Sport
    Fréttamynd

    Helena tekur við KR

    Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá KR af Írisi Eysteinsdóttur í sumar. Íris á von á barni í sumar og getur ekki stýrt liðinu út leiktíðina. Helena skoraði 222 mörk í 275 leikjum með meistaraflokki KR frá 1986 til 2001 og var fyrirliði fjögurra Íslandsmeistaraliða félagsins.</font />

    Sport
    Fréttamynd

    Sigurlás þjálfar Eyjastúlkur

    Sigurlás Þorleifsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna ÍBV knattspyrnu. Sigurlás er margreyndur þjálfari, þjálfaði karlalið ÍBV og Stjörnunnar á sínum tíma og einnig kvennalið ÍBV með góðum árangri. Sigurlás tekur við af Heimi Hallgrímssyni sem gerði ÍBV að bikarmeisturum í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Guðrún Sóley í háskólaliði ársins

    Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr KR, hefur bætt enn einni fjöður í hatt sinn en hún var um helgina valin í háskólalið ársins í Bandaríkjunum. Guðrún varð sem kunnugt er háskólameistari með liði sínu Notre Dame fyrir skömmu.

    Sport
    Fréttamynd

    15,8 milljónir til íslenskra liða

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut.

    Sport
    Fréttamynd

    Markadrottningar KR enn á förum

    Kvennalið KR í knattspyrnu hefur misst tvo markahæstu leikmenn sína frá því í sumar því Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV og Guðlaug Jónsdóttir er á leiðinni til Breiðabliks.

    Sport
    Fréttamynd

    Guðlaug og Þóra til Blika

    Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær þá  hefur landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir gengið til liðs við Breiðablik frá KR. Þá hefur íþróttadeildin heimildir fyrir því að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B Helgadóttir ætli að spila með Breiðablik á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára í Val

    Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Bikarinn til Eyja

    Stelpurnar úr ÍBV voru rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV bikarmeistari

    ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur enduðu með sigri

    Lokaumferðin í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu var leikin í gær. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Vals lögðu ÍBV að velli í Eyjum 3-1. FH vann Fjölni 2-1, Stjarnan skellti Blikum 4-1 og KR bar sigurorð af Þór/KA/KS 3-1.

    Sport
    Fréttamynd

    Mörg lítil markmið hjá Val

    Elísabet Gunnarsdóttir skilaði Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á sínu fyrsta ári með liðinu. "Ég held að við höfum sýnt í þessum leik að við erum vel að þessum titli komnar," sagði hún þegar titilinn var í höfn hjá Valsliðinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur Íslandsmeistari í dag?

    Valur getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í knattspyrnu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Valur mætir Breiðabliki á Valsvellinum klukkan 14 en á sama tíma keppa Fjölnir og ÍBV. Valur hefur sex stiga forystu og nægir jafntefli, svo framarlega að ÍBV vinni Fjölni.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur Íslandsmeistarar

    Valsstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu þegar þær unnu Breiðablik 3-0 á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Nína Ósk Kristinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins. Fimmtán ár eru liðin síðan Valur varð síðast Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Valskonur vængjum þöndum

    Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár.

    Sport
    Fréttamynd

    KSÍ aðhefst ekkert frekar

    Forráðamenn KSÍ hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna atviks sem átti sér stað á leik KR og FH á KR-velli á dögunum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Einum sigri frá titlinum

    Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga.

    Sport
    Fréttamynd

    Samfélag stjarnanna

    Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrenna Olgu í 7-0 sigri ÍBV

    ÍBV vann sjötta heimaleik sinn í röð í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Að þessu sinni unnu þær lið Þór/KA/KS 7-0 en ÍBV-liðið hefur skorað 7,7 mörk að meðaltali í leik á Hásteinsvellinum í sumar, minnst 6 mörk og mest 11 mörk. Olga Færseth skoraði þrennu í leiknum og hefur skorað í öllum 15 leikjum sínum á Hásteinsvellinum.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjórir leikir hjá konunum

    Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA/KS fær efsta liðið Val í heimsókn á Akureyri, Stjarnan tekur á móti ÍBV, Fjölnir og Breiðablik eigast við og KR og FH. Leikirnir hefjast klukkan 19.

    Sport
    Fréttamynd

    Allt óbreytt í kvennadeildinni

    Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur styrkir stöðu sína

    Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Olga skoraði fjögur gegn KR

    Olga Færseth fór á kostum gegn sínum fyrrum félögum í KR í kvöld er þær heimsóttu hana til Eyja. Hún skoraði fjögur mörk og lagði grunninn að 6-2 sigri Eyjastúlkna.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórsigur Breiðabliks á Akureyri

    Blikastúlkur gerðu góða ferð til Akureyrar þegar þær lögðu stöllur sínar í Þór/KA/KS, 8-0, í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Fjölnis

    Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 1-0, í Garðabæ.

    Sport
    Fréttamynd

    Verðlaunafé jafnað

    KSÍ hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna en KSÍ hefur legið undir ámæli vegna þessa. Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla fengu eina milljón króna en Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna 300.000 kr.

    Sport