Fjórir leikir hjá konunum Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA/KS fær efsta liðið Val í heimsókn á Akureyri, Stjarnan tekur á móti ÍBV, Fjölnir og Breiðablik eigast við og KR og FH. Leikirnir hefjast klukkan 19. Sport 10. ágúst 2004 00:01
Allt óbreytt í kvennadeildinni Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút. Sport 10. ágúst 2004 00:01
Valur styrkir stöðu sína Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Sport 7. ágúst 2004 00:01
Olga skoraði fjögur gegn KR Olga Færseth fór á kostum gegn sínum fyrrum félögum í KR í kvöld er þær heimsóttu hana til Eyja. Hún skoraði fjögur mörk og lagði grunninn að 6-2 sigri Eyjastúlkna. Sport 6. ágúst 2004 00:01
FH sigraði Breiðablik FH-stúlkur gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Breiðablik í Kópavogi, 2-1. Sport 6. ágúst 2004 00:01
Dregið í bikarnum hjá konunum Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Sport 6. ágúst 2004 00:01
Þór/KA/KS sótti stig í Krikann Þór/KA/KS gerði góða ferð í Kaplakrikann þar sem þær sóttu stig gegn FH í Landsbankadeild kvenna. Sport 26. júlí 2004 00:01
Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 1-0, í Garðabæ. Sport 19. júlí 2004 00:01
Verðlaunafé jafnað KSÍ hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna en KSÍ hefur legið undir ámæli vegna þessa. Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla fengu eina milljón króna en Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna 300.000 kr. Sport 19. júlí 2004 00:01
Stórsigur Breiðabliks á Akureyri Blikastúlkur gerðu góða ferð til Akureyrar þegar þær lögðu stöllur sínar í Þór/KA/KS, 8-0, í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Sport 19. júlí 2004 00:01
Stórsigur ÍBV á FH ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. Sport 18. júlí 2004 00:01
Laufey bjargaði stiginu fyrir Val KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Sport 16. júlí 2004 00:01
Loksins Eyjasigur á útivelli Eyjakonur unnu loksins sigur á útivelli í Landsbankadeild kvenna þegar þær sóttu þrjú stig á Kópavogsvöllinn. ÍBV vann leikinn 4–0 með tveimur mörkum frá bæði Margréti Láru Viðarsdóttur og Olgu Færseth en Margrét Lára hefur þar með skorað 14 mörk í fimm leikjum gegn Blikum á tímabilinu. Sport 14. júlí 2004 00:01
Þrír leikir hjá konunum Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur, sem eru í efsta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir með 21 stig og fimm stiga forskot á næsta lið, taka á móti FH sem er í næst neðsta sæti með 4 stig. Sport 13. júlí 2004 00:01
Valur haldur sigurgöngunni áfram Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Sport 13. júlí 2004 00:01
Valur, ÍBV og KR komin áfram Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. </font /></b /> Sport 9. júlí 2004 00:01
Fyrsti sigur Stjörnunnar Stjarnan bar sigurorð af Breiðablik, 3-2, í Landsbankadeild kvenna í kvöld og var þetta fyrsti sigur Stjörnustúlka á tímabilinu. Sport 6. júlí 2004 00:01
Lind skoraði tvö mörk í sigri FH Lind Hrafnsdóttir var hetja FH-stúlkna í kvöld þegar hún tryggði liðinu sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna. Sport 6. júlí 2004 00:01
Valskonur að stinga af á toppnum Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Valsliðsins varði frábærlega í leiknum og Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö marka liðsins. Sport 5. júlí 2004 00:01
Hólmfríður með fernu á Akureyri Það var algjör einstefna á Akureyri er KR heimsótti Þór/KS/KS. Stúlkurnar úr Vesturbænum keyrðu yfir stöllur sínar frá Akureyri og skoruðu níu mörk. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fjögur og er því orðin markahæst í deildinni með 12 mörk en hún hefur einnig lagt upp flest mörk allra. Sport 5. júlí 2004 00:01
Tvennur frá Hólmfríði og Guðlaugu KR-konur unnu sinn þriðja leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þær unnu Stjörnuna, 5–1 á KR-vellinum í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir skoruðu báðir tvö mörk auk þess að leggja upp eitt fyrir hvora aðra. Sport 29. júní 2004 00:01
Sex mörk ÍBV í fyrri hálfleik Eyjastelpur héldu áfram markaveislu sinni á heimavelli sínum við Hástein. ÍBV-liðið hefur spilað fjóra leiki og unnið þá með markatölunni, 33–1. ÍBV-liðið er nú fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum en næsti leikur er stórleikur liðanna á Hlíðarenda næstkomandi mánudag. Sport 29. júní 2004 00:01
Hólmfríður leggur upp flest mörk KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir er þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu með sex mörk en enginn leikmaður deildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk en hún í fyrstu fimm umferðunum. Hólmfríður hefur alls átt sjö stoðsendingar, allar í tveimur síðustu sigurleikjum KR sem liðið hefur unnið með markatölunnni 15-3. Sport 24. júní 2004 00:01
Sigrún ÓIöf með stjörnuleik FH náði sínu fyrsta stigi í sumar í Landsbankadeild kvenna með því að gera 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabær í gær. Það voru reyndar Stjörnustúlkur sem voru heppnar að ná í stig því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði leikinn fyrir þær á 87. mínútu. Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, markvörður FH, átti stjörnuleik og varði meðal annars víti. Sport 23. júní 2004 00:01
KR upp fyrir Breiðablik í 3. sætið KR-konur komust upp fyrir Breiðablik í 3. sæti Landsbankadeild kvenna með 4-1 sigri í innbyrðisleik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. KR er nú með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals en einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Fjórir leikmenn Íslandsmeistaranna voru á skotskónum í kvöld. Sport 22. júní 2004 00:01
Fimmti sigur Valsstelpna í röð Valsstelpur ætla ekkert að gefa eftir á toppi Landsbankadeildar kvenna en liðið vann sinn fimmta sigur í röð á Fjölnisvellinum í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og Dóra María Lárusdóttir bæði skoraði og lagði upp mark í 0-3 sigri Vals sem hefur fjögurra stiga forskot á ÍBV á toppnum. Sport 22. júní 2004 00:01
Erna Dögg jafnaði á 90. mínútu Erna Dögg Sigurjónsdóttir tryggði ÍBV 1-1 jafntefli gegn sameiginlegu liði Þórs/KA/KS í fyrsta leik 5. umferðar Landsbankadeildar kvenna í dag en hún jafnaði leikinn á 90. mínútu þegar stefndi í ein óvæntustu úrslitin í deildinni í mörg ár. Sport 20. júní 2004 00:01
100% nýting hjá Þór/KA/KS Eyjastúlkur riðu ekki feitum hesti frá Akureyri þegar þær mættu Þór/KA/KS í gær. Heimastúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks með marki Laufeyjar Björnsdóttur og héldu því þar til 93 mínútur voru komnar á vallarklukkuna en þá jafnaði Erna Dögg Sigurjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu frá Olgu Færseth við vítateigslínuna. Sport 20. júní 2004 00:01
KR vann stóran sigur á FH Kvennalið KR vann stórsigur á FH í lokaleik fjórðu umferðar Landsbankadeildar kvenna en leikurinn fór fram á óvenjulegum tíma, klukkan 11.00 á þjóðhátíðardegi Íslands. Hólmríður Magnúsdóttir skoraði fernu í 11-2 sigri Íslandsmeistaranna. Sport 17. júní 2004 00:01
Skyldusigur hjá KR-konum KR-stúlkur nutu sín betur í rokinu í Hafnarfirði í gær þegar þær heimsóttu stöllur sínar í FH. Lokatölur leiksins urðu 11–2, gestunum í vil, og hefði munurinn auðveldlega getað orðið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir ágætis tilþrif Sigrúnar Ingólfsdóttar í marki FH. Sport 17. júní 2004 00:01