Tveir erlendir leikmenn til liðs við KR KR hefur sótt tvo leikmenn til að styrkja hópinn fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða tvo leikmenn sem hafa báðir leikið með yngri landsliðum Ástralíu. Íslenski boltinn 2. apríl 2022 09:31
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 1-2 | Blikakonur Lengjubikarmeistarar Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í fótbolta fór fram í Garðabæ í kvöld. Heimastúlkur í Stjörnunni tóku þá á móti Breiðablik í leik sem var hin mesta skemmtun. Breiðablik stóð uppi sem Lengjubikarmeistari kvenna árið 2022 eftir 1-2 sigur. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 22:09
„Kom aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt“ Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gat valið Elínu Mettu Jensen í landsliðshóp sinn í dag, í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári. Hann var spurður út í sögusagnir þess efnis að Elín Metta hefði ætlað að hætta í fótbolta. Fótbolti 25. mars 2022 14:30
Hildur og Mist kepptu í Heiðursstúkunni: „Svolítið stressuð núna“ Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en sjöundi þátturinn er nú kominn inn á vefinn. Fótbolti 25. mars 2022 10:00
Besta deild kvenna verður í Football Manager Football Manager, fótboltatölvuleikurinn vinsæli, mun bjóða spilurum að setja sig í spor þjálfara í Bestu deild kvenna í næstu útgáfu sinni. Íslenski boltinn 24. mars 2022 23:31
Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Íslenski boltinn 23. mars 2022 15:30
„Allt of snemma“ spáin fyrir Bestu-deild kvenna í sumar Í nýjasta þættinum af Lengjubikarmörkum kvenna þá fékk Helena Ólafsdóttir sérfræðinga sína, þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Sonnýju Láru Þráinsdóttur, til að spá fyrir um lokaröðina í Bestu-deild kvenna í sumar. Íslenski boltinn 23. mars 2022 13:30
Blikar fá úkraínska landsliðskonu Úkraínska landsliðskonan Anna Petryk hefur samið við knattspyrnudeild Breiðabliks um að spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19. mars 2022 14:05
Löðuðu reyndan Ástrala í Laugardalinn Þróttur Reykjavík, sem vann brons á Íslandsmótinu og silfur í bikarkeppninni á síðasta ári, hefur fengið fyrrverandi landsliðskonu Ástralíu í sínar raðir. Sú heitir Gema Simon og er varnarmaður. Íslenski boltinn 18. mars 2022 17:16
Þungavigtin: Elfar vill losna frá Breiðabliki Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason vill komast að láni í burtu frá Breiðabliki í sumar með það í huga að fá stærra hlutverk en honum virðist ætlað hjá Blikum. Íslenski boltinn 17. mars 2022 10:47
„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Íslenski boltinn 14. mars 2022 12:00
Helena: Steini opnaði örugglega kampavínsflösku þegar hann sá Elínu Mettu Elín Metta Jensen var fljót að stimpla sig inn þegar hún kom inn á völlinn í sigri Valskvenna á Þór/KA í Lengjubikar kvenna um helgina. Íslenski boltinn 14. mars 2022 10:00
Fyrirliði KR síðustu ár en ekki með í sumar Ingunn Haraldsdóttir mun ekkert leika með KR í Bestu deildinni í fótbolta í sumar eftir að hafa slitið hásin. Íslenski boltinn 11. mars 2022 17:16
Þróttur fær liðsstyrk fyrir sumarið Þróttur R. hefur fengið knattspyrnukonuna Maríu Evu Eyjólfsdóttur til liðs við félagið frá Fylki, en María skrifaði undir tveggja ára samning við Þrótt. Fótbolti 8. mars 2022 22:30
Keflavík fær markvörð úr einni bestu deild heims Keflvíkingar voru ekki lengi að tilkynna um nýjan, bandarískan markvörð í stað Tiffany Sornpao sem gekk í raðir Selfyssinga um helgina. Íslenski boltinn 8. mars 2022 16:30
Rikki stóð í snjónum sem má „alls ekki“ vera í borginni eftir tvær vikur Rigningin á höfuðborgarsvæðinu í dag er vatn á myllu þeirra sem telja að hægt verði að spila á grasvöllum þegar Íslandsmótið í fótbolta hefst í næsta mánuði. Íslenski boltinn 8. mars 2022 13:31
Selfyssingar fá markvörð frá Keflavík Markvörðurinn Tiffany Sornpao hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss um að leika með kvennaliði félagsins í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 6. mars 2022 22:46
Breiðablik skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu Kvennafótboltalið Breiðabliks þekkir vel aðstæðurnar þar sem Rússar ráðast inn í Úkraínu því liðið var þar í keppnisferðalagi fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Fótbolti 4. mars 2022 15:01
Elín Metta segir rangt að hún sé hætt Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir ekki rétt að hún sé hætt í fótbolta. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að svo stöddu. Íslenski boltinn 4. mars 2022 13:32
„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Fótbolti 27. febrúar 2022 14:30
Svona var kynningarfundur ÍTF | Nýtt nafn, nýr bikar og nýir styrktaraðilar Frá og með næsta tímabili munu efstu deildir karla og kvenna bera nafnið Besta deildin. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensks toppfótbolta (ÍTF) í Bæjarbíói í dag. Íslenski boltinn 24. febrúar 2022 12:35
Efstu deildirnar heita Besta deildin Besta deildin er nýtt nafn á efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensks toppfótbolta í Bæjarbíói í dag. Íslenski boltinn 24. febrúar 2022 11:56
Blikar kræktu í Helenu Knattspyrnukonan Helena Ósk Hálfdanardóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við bikarmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 17. febrúar 2022 11:50
Selfoss fær tælenska landsliðskonu sem Björn þekkir vel Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við tælensku landsliðskonuna Miröndu Nild sem er nýjum þjálfara liðsins vel kunnug. Fótbolti 15. febrúar 2022 09:00
Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss. Íslenski boltinn 11. febrúar 2022 15:31
Vigdís Edda fer úr Kópavogi til Akureyrar Efstu deildarlið Þórs/KA hefur staðfest komu Vigdísar Eddu Friðriksdóttur en hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Alls lék hún 35 mótsleiki fyrir Blika, þar af sex í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 5. febrúar 2022 14:00
Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Fótbolti 4. febrúar 2022 11:30
„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Fótbolti 4. febrúar 2022 09:00
Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis. Íslenski boltinn 24. janúar 2022 14:01
Þriðja íslenska félagið á þremur árum hjá Tiffany Þór/KA heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu kvenna og í dag kynnti liðið bandaríska framherjanna Tiffany Janea McCarty. Íslenski boltinn 20. janúar 2022 17:00