Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun

Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana.

Bílar
Fréttamynd

Ferðavagnar og bifhjól skulu í skoðun í maí

Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja skulu húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki nú færð til skoðunar í maí. Athygli er vakin á þessu á vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

58,5% aukning nýskráninga á milli ára

Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Ford skýtur á Tesla

Ford F-150 Lightning er formlega farinn í framleiðslu í hinni sögulegu Rouge verksmiðju Ford og innanhúss hjá Ford er bíllinn talinn jafn mikilvægur og Model T. Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford skaut á Tesla við fögnuð vegna upphafs framleiðslu bílsins.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022

Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-EQ frumsýnir EQS SUV

Mercedes-EQ hefur kynnti til leiks EQS SUV sportjeppling í vikunni. Bíllinn hefur allt að 660 km drægni. EQS SUV sportjepplingurinn býr yfir rými fyrir allt að sjö manns. Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og mikið innanrými. EQS SUV sportjeppinn hefur góða veghæð, búinn loftpúðafjöðrun.

Bílar
Fréttamynd

41 milljón króna úri rænt af úlnlið Charles Leclerc

Formúlu 1 ökumaðurinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari liðið og leiðir heimsmeistaramótið eftir þrjár fyrstu keppnirnar varð fyrir því að Richard Mille úri var stolið af úlnlið hans. Úrið kostar 320.000 dollara eða um 41,5 milljón króna. Meira en margir Ferrari bílar.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Nýr smart #1

Rafbíllinn smart #1 var frumsýndur í Berlín síðustu viku. Bíllinn verður fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og afturdrifinn. Uppgefin drægni er 420-440 km.

Bílar
Fréttamynd

BL meðal verðlaunahafa fyrir árangur í kennslu og þjálfun iðnnema

Á Nemastofu atvinnulífsins, sem stofnuð var í vikunni, hlaut BL ásamt gullsmíða- og skartgripaversluninni Tímadjásn og TG raf, hvatningarverðlaun atvinnulífsins fyrir að hafa á liðnum árum náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Eru fyrirtækin metin sem góðar fyrirmyndir og lærdómsfyrirtæki fyrir önnur fyrirtæki í viðkomandi faggreinum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Mercedes-Benz GLC prófaður í mjög krefjandi aðstæðum

Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda.

Bílar
Fréttamynd

Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan

Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toyota á toppnum í mars og þriðjungs aukning á milli mánaða

Toyota nýskráði 296 bifreiðar í mars nýliðum sem er meira en nokkuð annað merki skráði. Tesla var næst algengasta skráða merkið í mars með 231 bíl. Kia var svo í þriðja sæti með 140 bíla skráða. Alls voru 1856 nýskráð ný ökutæki í mars sem er aukning á milli mánaða um þriðjung eða 33,5%. Upplýsingar um nýskráningar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Reisa stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík

Brimborg mun í vor opna nýjan Polestar Destination sýningarsal fyrir Polestar rafbíla og á þaki hans verður reist stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík og mun orkuverið framleiða um 50% af orkuþörf sýningarsalarins í kWst á ársgrundvelli. Húsnæðið hefur allt verið endurnýjað með það í huga að spara raforku m.a. með LED ljósum, ljósastýringu og orkunýtnum raftækjum.

Bílar
Fréttamynd

Ford sækir um einkaleyfi fyrir „Drift“-stillingu

Kerfið á bak við stillinguna notar bremsurnar til að auka „drift-ið“ eða skransið. Eins stillir kerfið inngjöfina til að halda skransinu gangandi. Ford sótti um einkaleyfið bæði fyrir rafbíla og sprengihreyfilsbíla.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T í spyrnu

Kapphlaupið um fyrsta rafpallbílinn er búið og markaðurinn stækkar ört. Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T eru meðal þeirra sem eru í boði. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þá í spyrnu, bæði úr kyrrstöðu og í rúllandi ræsingu.

Bílar