Allir hafa orðið meistarar nema Helgi Már, Þorleifur og Jason Flestir leikmenn KR og Grindavík í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla hafa kynnst því að vera Íslandsmeistarar en það eru þó þrjár undantekningar meðal þeirra leikmanna sem hafa spilað í meira en 40 mínútur í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 4. apríl 2009 14:15
Fannar, Nick og Arnar Freyr hafa aldrei tapað í lokaúrslitum Þrír leikmenn KR og Grindavík í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla hafa aldrei tapað í lokaúrslitum. Þetta eru þeir Fannar Ólafsson hjá KR og Grindvíkingarnir Arnar Freyr Jónsson og Nick Bradford. Úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur hefst í DHL-Höllinni klukkan 16.00 í dag. Körfubolti 4. apríl 2009 13:28
Teitur framlengdi við Stjörnuna "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Körfubolti 2. apríl 2009 16:29
Síminn stoppaði ekki hjá Einari Árna Karfan.is birti skemmtilegt og vel heppnað aprílgabb á heimasíðu sinni í gær þegar sagt var að Einar Árni Jóhannsson væri tekinn við liði Snæfells. Mikið var lagt í fréttina og meira segja birt stutt viðtöl við bæði Einar og Sæþór Þorbergsson formann körfuknattleiksdeildar Snæfells. Körfubolti 2. apríl 2009 12:30
Hlynur: Betra liðið vann einvígið "Ég held að heilt yfir hafi betra liðið unnið þessa seríu," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að hans menn féllu úr leik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fyrir Grindavík í kvöld. Körfubolti 31. mars 2009 21:23
Helgi Jónas: Auðvitað eigum við möguleika í KR "Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið smá grís," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson hjá Grindavík í samtali við Stöð 2 Sport þegar hann var spurður út í ævintýralegt skot sem hann setti niður í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 31. mars 2009 21:15
Grindavík í úrslitin Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Körfubolti 31. mars 2009 18:58
Meðalaldur byrjunarliðsins var aðeins 20,2 ár Fjölnismenn tryggðu sér í gær sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum sigri á Val í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum. Körfubolti 30. mars 2009 13:30
Fjölnir aftur upp í úrvalsdeildina Fjölnir úr Grafarvogi er komið aftur á meðal þeirra bestu í körfuboltanum á Íslandi. Lið þess vann Val í kvöld 96-77 og vann einvígið við Hlíðarendapilta um laust sæti í Iceland-Express deildinni þar með 2-0. Körfubolti 29. mars 2009 20:57
Hlynur: Eigum enn nóg inni Hlynur Bæringsson, leikmaður og annar þjálfara Snæfells, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Grindavík í dag. Körfubolti 28. mars 2009 18:36
Snæfell tryggði sér leik í Hólminum Snæfell vann í dag sigur á Grindavík, 104-97, í tvíframlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Þar með minnkaði forysta Grindavíkur í rimmunni í 2-1 og liðin mætast í fjórða leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Körfubolti 28. mars 2009 15:05
Hörður Axel lék í allar sextíu mínúturnar Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, setti met í sögu Íslandsmóts karla í körfubolta, þegar hann lék allar 60 mínúturnar í fjórframlengdum leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Körfubolti 27. mars 2009 23:32
Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. Körfubolti 27. mars 2009 22:57
Jakob Örn: Ætlum okkur titilinn „Þetta var bara geðveiki. Ég meina fjórar framlengingar. Ég hef aldrei lent í öðru eins," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson úrvinda en brosmildur eftir líklega ótrúlegasta körfuboltaleik á Íslandi frá upphafi. Körfubolti 27. mars 2009 22:33
Jesse Rosa: Trúi þessu varla „Þetta er alveg ótrúlega svekkjandi og ég trúi þessu varla enn. Þetta var fáranlegt," sagði Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Jesse Rosa, eftir leikinn en hann var í losti þegar Vísir hitti á hann. Körfubolti 27. mars 2009 22:25
KR í úrslit eftir maraþonleik aldarinnar Það þurfti fjórar framlengingar til að fá sigurvegara í leik KR og Keflavíkur í kvöld. Maraþonleikur af bestu gerð og þvílíkur leikur. Körfubolti 27. mars 2009 19:00
Íslandsmeisturum hefur ekki verið „sópað" út síðan 2003 Íslandsmeistarar Keflavíkur eiga það á hættu að vera sópað út úr úrslitakeppninni í kvöld þegar þeir heimsækja KR-inga í DHL-Höllina. KR er 2-0 yfir og kemst í lokaúrslitin með sigri í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 Körfubolti 27. mars 2009 18:45
Jón Arnór: Væri huggulegt að sópa Keflavík út „Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. Körfubolti 27. mars 2009 15:17
Gunnar Einarsson: Þetta verður stríð í kvöld „Við erum með bakið upp við vegg og stolt okkar er líka undir. KR-ingar munu ekki labba yfir okkur í kvöld. Það er alveg klárt mál. Þetta verður stríð í kvöld," sagði Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson ákveðinn við Vísi áðan. Körfubolti 27. mars 2009 13:52
Hlynur: Subasic var orðinn baggi á okkur „Ástandið var orðið þannig að hann var orðinn baggi á okkur í stað þess að vera styrkur. Það var ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand og þess vegna ákváðum við að reka hann. Við teljum okkur eiga meiri möguleika án hans gegn Grindavík en með honum," sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfari Snæfells, um uppsögn Slobodan Subasic hjá Snæfelli. Körfubolti 27. mars 2009 12:56
Bárður: Hefur verið frábær vetur Valur og Fjölnir munu í kvöld eigast við í fyrsta leik sínum í rimmunni um hvort liðið fylgir Hamar upp í efstu deild karla í körfubolta. Körfubolti 27. mars 2009 12:45
Subasic rekinn frá Snæfelli Snæfell hefur sagt upp samningi Slobodan Subasic og mun hann því ekki spila með liðinu gegn Grindavík á morgun. Körfubolti 27. mars 2009 11:45
Nick Bradford: Elska að spila á útivelli „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Snæfell er með eitt besta lið landsins og þeir eru sérstaklega erfiðir heim að sækja. Við vissum að þeir myndu selja sig dýrt hér í dag," sagði Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford sem var frekar lengi í gang og hefur oft spilað betur. Körfubolti 25. mars 2009 21:23
Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Körfubolti 25. mars 2009 18:44
Friðrik búinn að tapa átta leikjum í röð í Hólminum Það hefur gengið illa hjá Friðriki Ragnarssyni að stjórna liði sínu til sigurs í Stykkishólmi en Friðrik mætir með sína menn í Grindavík í Hólminn á eftir til þess að reyna vinna þar sinn fyrsta sigur í sex ár. Körfubolti 25. mars 2009 18:15
Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Körfubolti 25. mars 2009 14:37
Sjónvarpsskrekkurinn úr KR-ingum KR unnu í kvöld þrettán stiga sigur í Keflavík, 75-88 í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Einhverjir voru farnir að halda að beinar sjónvarpsútsendingar færu illa í KR-liðið en það afsannaðist í kvöld. Körfubolti 24. mars 2009 23:15
Fannar: Við erum erfiðir þegar við spilum svona vörn Miðherjinn Fannar Ólafsson skoraði 9 stig og hirti 11 fráköst á gamla heimavellinum sínum í Keflavík í kvöld þegar lið hans KR vann 88-75 sigur og komst með annan fótinn í úrslitaeinvígið í Iceland Express deildinni. Körfubolti 24. mars 2009 21:36
KR í lykilstöðu eftir sigur í Keflavík KR er komið í þægilega 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir 75-88 sigur í Keflavík í kvöld. Körfubolti 24. mars 2009 18:57
KR-ingar hafa ekki unnið í Keflavík síðan 1991 KR-ingar hafa ekki unnuð leik í Keflavík í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í átján ár eða síðan liðið vann 71-84 í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins árið 1991. Körfubolti 24. mars 2009 18:15