Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Lífið 14. mars 2022 13:51
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. Lífið 14. mars 2022 13:31
Stjörnulífið: Glimmer, glamúr og Söngvakeppnin Helgin var undirlögð í glitri og glamúr þar þar Söngvakeppni sjónvarpsins fór fram. Frikki Dór var með tónleika, nýútskrifaðir dávaldar og sólin lét sjá sig. Lífið 14. mars 2022 12:04
52 ára og ólétt í annað sinn Sænska sjónvarpsstjarnan Petra Mede tilkynnti í viðtali við Nyhetsmorgon á TV4 að hún á von á sínu öðru barni. Lífið 14. mars 2022 10:43
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Lífið 13. mars 2022 20:54
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Lífið 13. mars 2022 13:26
Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar. Lífið 13. mars 2022 11:27
Afar blendnar tilfinningar netverja með niðurstöðuna Óhætt er að segja að spennan hafi verið rafmögnuð þegar úrslitin í Söngvakeppninni voru kynnt í kvöld. Eins og gengur voru margir ánægðir en aðrir í áfalli yfir niðurstöðunni. Lífið 12. mars 2022 23:09
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Lífið 12. mars 2022 22:15
Þessi lög eru komin í einvígi í Söngvakeppninni Tvö lög eru komin í einvígi í Söngvakeppni sjónvarpsins. Lagið sem vinnur mun standa uppi sem sigurvegari í keppninni og keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí. Lífið 12. mars 2022 21:46
Framlag Svía í Eurovision liggur fyrir Söngkonan Cornelia Jakobs bar sigur úr býtum í keppninni Melodifestivalen með laginu Hold Me Closer. Hún tekur því þátt í Eurovison fyrir hönd Svía í maí. Lífið 12. mars 2022 21:39
Netverjar ósáttir með athugasemd Bjargar við Kötlu Netverjar eru alls ekki sáttir með athugasemd Bjargar Magnúsdóttur, kynnis í Söngvakeppni sjónvarpsins, í garð söngkonunnar Kötlu fyrr í kvöld. Lífið 12. mars 2022 21:15
Brjáluð stemning á Söngvakeppninni: „Ég get alveg gefið það upp að allir fái frían miða út til Torínó“ Kynnar kvöldsins í Söngvakeppni sjónvarpsins gera ráð fyrir brjálaðri stemningu í kvöld. Framlag Íslendinga í Eurovision mun liggja fyrir í lok keppninnar, sem hefst klukkan 19.45 á RÚV. Lífið 12. mars 2022 19:54
Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Lífið 12. mars 2022 19:06
Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. Lífið 12. mars 2022 14:59
Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. Lífið 12. mars 2022 11:12
TikTok stjarna keppir fyrir Breta í Eurovision Söngvarinn Sam Ryder verður fulltrúi Bretlands í Eurovision í ár. Sam er vinsæl TikTok stjarna og þekktur fyrir einstaklega flotta rödd. Tónlist 10. mars 2022 14:03
Barnakór Ísakskóla söng með Siggu, Betu og Elínu Barnakór Ísaksskóla hefur verið að æfa lagið Með hækkandi sól, sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Flytjendur lagsins eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. Tónlist 10. mars 2022 09:31
Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Lífið 9. mars 2022 20:05
Fara betur saman en jarðarber og epli Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn. Lífið 8. mars 2022 21:01
Reykjavíkurdætur heitastar í veðbankanum Samkvæmt stuðlum sem finna má hjá veðmálafyrirtækinu Betsson, sem settir hafa verið upp vegna Söngvakeppninnar 2022, þykja Reykjavíkurdætur líklegastar til að fara með sigur af hólmi. Lífið 8. mars 2022 16:56
Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu lagsins Ljósið: „Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag“ Söngvarinn Stefán Óli er meðal keppenda í Söngvakeppninni í ár sem er kominn í úrslit. Hér hjá Lífinu á Vísi frumsýnir hann glænýtt myndbandi í órafmagnaðari útgáfu af laginu Ljósið eftir Birgi Stein og Andra Þór en leikstjóri myndbandsins er Jakob Hákonarson. Tónlist 8. mars 2022 11:00
Tuttugu prósent af: Reykjavíkurdætur sömdu nýja útgáfu af Söngvakeppnis laginu í gegnum Twitter þráð Flestir kannast við að ruglast stundum á lagatextum og syngja jafnvel vitlausan texta í langan tíma án þess að átta sig á því. Twitter notandinn Stefán Snær birti færslu á miðlinum um helgina þar sem hann heyrir Reykjavíkurdætur syngja hátt og snjallt „Tuttugu prósent af“ í Söngvakeppnis laginu „Tökum af stað“. Tónlist 7. mars 2022 16:30
Danir senda pönk til Ítalíu Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí. Tónlist 5. mars 2022 23:27
Katla og Reykjavíkurdætur áfram í Söngvakeppninni Reykjavíkurdætur og Katla hafa tryggt sér sæti í úrslitum Söngvakeppninnar en seinni undankeppnin fór fram á RÚV í kvöld. Þá var laginu Don´t you know með Má og Ísold bætt við sem aukalagi í úrslitum. Lífið 5. mars 2022 21:31
Aldrei farið eins langt niður og eftir Söngvakeppnina Egill Ploder sló í gegn sem menntskælingur í Versló og vakti strax þá athygli um allt Ísland þegar hann gaf út lagið Sumartíminn ásamt félögum sínum. Lífið 3. mars 2022 11:53
Ástralir senda raunveruleikaþátta stjörnu í Eurovision Ástralir hafa valið Sheldon Riley sem fulltrúa sinn í Eurovision með lagið Not the Same sem hann samdi sjálfur. Sheldon sló fyrst í gegn í Ástralska The Voice og síðar í America's got talent global þar sem hann hlaut einróma já frá dómurunum. Lífið 28. febrúar 2022 16:30
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. Tónlist 28. febrúar 2022 12:00
Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. Tónlist 26. febrúar 2022 21:50
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. Erlent 25. febrúar 2022 16:55