Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Neytendur 4. ágúst 2021 10:36
Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Innlent 3. ágúst 2021 09:10
„Það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman“ Gestir tjaldsvæða halda nú heim á leið eftir vel heppnaða verslunarmannahelgi. Þetta segir umsjónarmaður tjaldsvæðis á Suðurlandi sem kveðst ánægður með helgina. Rólegra var á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær en dagana á undan. Innlent 2. ágúst 2021 17:44
Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Innlent 1. ágúst 2021 13:31
Umferðin þung á landinu en víða eru tjaldstæði enn laus Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung í dag, eftir að hafa verið stigvaxandi alla vikuna. Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og stríður straumur bíla hefur verið á leið úr Reykjavík, um Vesturlandsveg og austur fyrir fjall. Ferðalög 30. júlí 2021 23:20
„Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Innlent 30. júlí 2021 22:01
Segir ferðahug í fólki þrátt fyrir uppsveiflu Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Samskiptastjóri Play segir fólk hikandi við að bóka flug en að ferðahugur sé í fólki þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum. Innlent 30. júlí 2021 21:00
Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Innlent 30. júlí 2021 19:47
Setur sér ekki háleit uppeldismarkmið á ferðalögum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið undanfarnar vikur og segir hann fjölskylduna hafa notið mikillar veðurblíðu. Hann segist þó ekki setja sér of háleit uppeldismarkmið á ferðalögum og leyfi börnunum að vera í símanum eins og þau vilja. Takmarkaður skjátími sé ekki á dagskrá í fríi. Ferðalög 30. júlí 2021 17:38
Hundrað þúsund króna sekt skili ferðamenn ekki neikvæðu prófi fyrir komu Ferðamenn sem eru á leið til Íslands geta átt von á 100 þúsund króna sekt við komuna til landsins skili þeir ekki inn neikvæðu PCR-prófi eða antigen hraðprófi þegar farið er um borð í flugvél eða skip. Innlent 29. júlí 2021 20:37
Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á appelsínugulum lista. Erlent 28. júlí 2021 11:59
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Innlent 28. júlí 2021 11:12
„Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn“ Ísland verður appelsínugult á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu næsta fimmtudag, sem þýðir að strangari reglur gilda fyrir marga ferðamenn hér þegar þeir snúa aftur heim. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og nú þurfa allir ferðamenn að framvísa neikvæðu covid-prófi við komu til landsins. Innlent 27. júlí 2021 22:00
Sóttvarnalæknir ræður fólki frá öllum ferðalögum nema til Grænlands Íslendingum er ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu til áhættusvæða í ljósi aukinna smita í löndum heims, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknisembættisins. Innlent 27. júlí 2021 20:55
Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir fjölda smitaðra um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. Innlent 27. júlí 2021 18:00
Nokkrir MH- og MR-ingar vilja hætta við útskriftarferðir sínar en fá ekki endurgreitt Menntskælingar hafa leitað til Neytendasamtakanna með sín mál en ferðaskrifstofan sem um ræðir vill ekki endurgreiða og ber því við að farið verði. Innlent 27. júlí 2021 11:50
Lækna-Tómas gefur út göngu- og örnefnakort af Geldingadölum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu. Innlent 23. júlí 2021 06:50
Biðlar til Íslendinga að fara í sýnatöku sem fyrst eftir komu til landsins Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför. Innlent 20. júlí 2021 18:55
Sossa segir Reykjanesið leynda perlu Reykjanesið býr yfir einstökum náttúrutöfrum og þangað er hægt að gera frábæra ferð. Samstarf 20. júlí 2021 11:45
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Innlent 20. júlí 2021 10:12
Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Innlent 19. júlí 2021 12:03
Ekki bruna af stað án brunavarna Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. Skoðun 19. júlí 2021 11:01
Raðir mynduðust á Leifsstöð í morgun og 47 flugvélar fljúga frá vellinum í dag Svakalegar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir voru margar byrjaðar að myndast fyrir klukkan fimm, en þá voru enn um þrír tímar í að lang flestar flugvélar, á leið til Evrópu, legðu af stað. Innlent 18. júlí 2021 07:19
Færa íslenska lagalista í bílaleigubíla Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist. Tónlist 16. júlí 2021 14:44
Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Erlent 15. júlí 2021 18:56
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Innlent 15. júlí 2021 11:30
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Innlent 14. júlí 2021 13:11
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Erlent 13. júlí 2021 19:30
Hrakfarasögur ferðamanna rifjaðar upp Netverjar hafa farið að rifja upp hrakfarasögur ferðamanna sem komið hafa hingað til lands og í þann krappan á ferð um landið. Ferðalög 13. júlí 2021 16:33