Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur heitið Felipe Massa í titilslagnum náði besta tíma á æfingum ökumanna í Brasilíu í dag. Formúla 1 31. október 2008 18:32
Breskir stjórnmálamenn harma níð í garð Hamiltons Þingmaður í breska þinginu hefur farið þess á leit við utanríkisráðherra Bretlands að netsíðu með níði um Lewis Hamilton verði lokað. Netsíðan er spönsk og málið orðið að alþjóðlegu máli. Formúla 1 31. október 2008 16:26
Massa á undan Hamilton Brasilíumaðurinn Felipe Massa vann fyrsta bardagann í orusstunni við Lewis Hamilton um meistaratitilinn í Formúlu 1. Hann varð 0.190 sekúndum fljótari á fyrstu æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni. Formúla 1 31. október 2008 13:41
Fjölskylduböndin sterk hjá Massa og Hamilton Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Formúla 1 31. október 2008 04:14
FIA átelur níð í garð Hamilton Forráðamenn FIA sáu ástæðu til þess í dag að gagnrýna vefsíðu sem birit fjölmargar níðgreinar um Lewis Hamilton, en 20.000 manns hafa ritað á síðuna. Hún er mjög gagnrýnin á Hamilton, en Spánverjar hafa mjög verið á móti Hamilton eftir það sem þeir telja slæma meðferð McLaren á Fernando Alonso í fyrra. Formúla 1 30. október 2008 17:58
Akstursíþróttamaður ársins spáir Hamilton titlinum Ragnar Róbertsson sem var kjörinn akstursíþróttamaður ársins á hófi Akstursíþróttanefndar ÍSÍ um síðustu helgi spáir Lewis Hamilton meistaratitilinum í lokamótinu í Formúlu 1 um helgina. Formúla 1 30. október 2008 08:58
Montoya: Hamilton gæti sín á Massa Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Formúla 1 29. október 2008 14:44
Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Formúla 1 29. október 2008 10:38
Massa byrjaði sem matarsendill Brasilíumaðurinn Felipe Massa er að keppa að sínum fyrsta meistaratitli í Formúlu 1 á heimavelli um helgina. En fyrstu kynni hans af íþróttinni voru sem matarsendill fyrir keppnisliðin þegar þau heimsóttu Interlagos brautina. Formúla 1 28. október 2008 16:53
Hamilton: Geri ekki mistök aftur í lokamótinu Bretinn Lewis Hamilton er hvergi banginn fyrir lokamótið í Formúlu 1 sem verður í Brasilíu um næstu helgi. Hann hefur áhyggjur af því að sagan frá síðasta ári endurtaki sig. Formúla 1 28. október 2008 11:38
Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Ferrari liðið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem segir að vegna yfirlýsingar FIA, alþjóðabílasambandsins í dag muni Ferrari endurskoða þátttöku sína í Formúlu 1. Formúla 1 27. október 2008 20:00
Lokamótið auðveldara fyrir Massa en Hamilton Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. Formúla 1 27. október 2008 13:47
Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 27. október 2008 09:33
Hamilton þarf að beita brögðum Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. Formúla 1 25. október 2008 10:08
Samstarf Williams og Baugs í hættu? Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Formúla 1 24. október 2008 11:37
Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni. Formúla 1 24. október 2008 10:58
Massa lærði mikið af Schumacher Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. Formúla 1 23. október 2008 16:03
Force India að semja við Mercedes Milljarðamæringurinn Vijay Mallay segir að Force India lið sitt sé á góðri leið með að klára samning við Mercedes um vélakaup fyrir næsta ár. Force India hefur notað Ferrari vélar til þessa. Formúla 1 23. október 2008 09:49
Tímamótasamningur FIA og Formúlu 1 liða FIA og forráðamenn Formúlu 1 liða gerðu tímamótasamning í dag til að draga verulega úr kostnaði vegna mósthalds og þátttöku í Formúlu 1. Stærstu keppnisliðin hafa kostað til allt að 400 miljónum dala á ársgrundvelli. Formúla 1 21. október 2008 18:11
McLaren kvartar ekki undan Ferrari Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær. Formúla 1 20. október 2008 14:56
Hamilton: Trúi því ég verði meistari Lewis Hamilton og McLare höfðu yfirburði í mótinu í Singapúr og hefur trú á því að honum takist að landa titilinum í lokamótinu eftir tvær vikur. Formúla 1 19. október 2008 12:11
Hamilton þokast nær titli með sigri Bretinn Lewis Hamilton vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæa í dag á McLaren. Ferrari menn sáu aldrei til sólar og Hamilton er með sjö stiga forskot á Felipe Massa á Ferrari þegar einu móti er ólokið. Formúla 1 19. október 2008 08:48
Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Formúla 1 19. október 2008 04:30
Staða Kubica vonlítil í titilslagnum Staða Robert Kubica í stigamótinu og titilslanum er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náði aðeins tólfta besta tíma. Kubica er einn þriggja ökumanna sem á möguleika á titlinum. Formúla 1 18. október 2008 13:12
Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna á sigur þó Lewis Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í nótt. Formúla 1 18. október 2008 08:20
Hamilton fremstur á ráslínu Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði. Formúla 1 18. október 2008 07:10
Heidfeld sló Hamilton við á æfingu Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMW varð 74/1000 fljótari en Lewis Hamilton á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna í Sjanghæ í Kína í nótt. Formúla 1 18. október 2008 04:06
Sálfræðistríð í Sjanghæ Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið. Formúla 1 17. október 2008 22:04
Hamilton mun klúðra titilslagnum aftur Ítalinn Flavio Briatore telur að Lewis Hamilton muni klúðra málum í meistarabaráttunni í lokamótunum tveimur, rétt eins og í fyrra. Hvort ummælin eru sálfræðibrella er óljóst, en hann lét þessi ummæli falla í ítölsku dagblaði í dag. Formúla 1 17. október 2008 18:38
Gott dagsverk Hamiltons á æfingum Bretinn Lewis Hamilton lét ekki að sér hæða á æfingum Formúlu 1 liða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann náði besta tíma á báðum æfingum sem voru á dagskrá. Formúla 1 17. október 2008 07:46