Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Innlent 22. apríl 2024 19:41
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Innlent 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. Innlent 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. Innlent 22. apríl 2024 15:47
Katrín og Gunnar Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Skoðun 22. apríl 2024 15:30
Andleg heilsa unga fólksins og áhrif samfélagsmiðla Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Skoðun 22. apríl 2024 15:01
Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Innlent 22. apríl 2024 13:31
Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. Innlent 22. apríl 2024 13:16
Þegar enginn heldur utan um þig Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Skoðun 22. apríl 2024 13:00
Öryggi – Forvitni – Gleði Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Skoðun 22. apríl 2024 12:31
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. Innlent 22. apríl 2024 12:25
Vaknaði í angist alla morgna Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni. Lífið 22. apríl 2024 11:31
Baldur í lit Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Skoðun 22. apríl 2024 10:30
Lega lýðveldisins Íslands Íslenska þjóðin býr við ofur öfl nátturunar, einangrun frá meginlöndunum stóru og deilir engum landamærum með annarri þjóð. Þessi Fallega eyja okkar er köld en samt svo hlý og gjöful að margmenni flykkist til að skoða hana og aðrir koma til að leita nýrra tækifæra. Skoðun 22. apríl 2024 10:30
Forsetakosningar 2024 og fóbía hinsegin fólks: Erum komin í tímavél aftur í tímann? Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Skoðun 22. apríl 2024 09:01
Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. Innlent 22. apríl 2024 06:33
Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Innlent 21. apríl 2024 22:42
Þess vegna mun ég kjósa Katrínu Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Skoðun 21. apríl 2024 22:00
Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Innlent 21. apríl 2024 10:49
Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Innlent 20. apríl 2024 19:14
Fyrirliði Íslands Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Skoðun 20. apríl 2024 10:30
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Innlent 20. apríl 2024 10:11
Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. Innlent 19. apríl 2024 21:01
#Katrín er minn forseti Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Skoðun 19. apríl 2024 14:31
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. Innlent 19. apríl 2024 14:18
Um sjálfstæði þjóðar Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Skoðun 19. apríl 2024 13:36
Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. Innlent 19. apríl 2024 13:20
Af hverju Helgu Þórisdóttur? Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Skoðun 19. apríl 2024 13:02
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. Innlent 19. apríl 2024 11:10
Kjósum Helgu Þórisdóttur Helga Þórisdóttir er glæsilegur frambjóðandi, vel menntuð og með starfsferil sem sannar hæfni hennar og fjölbreytta getu. Hún er menningarlega sinnuð; hún er tungumálamanneskja með heillandi framkomu og yrði sómi þjóðarinnar inn á við og út á við. Skoðun 19. apríl 2024 10:30