Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Einu liðin sem spilað hafa heimaleiki sína innandyra í upphafi móts, FHL og Þór/KA, mætast í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Katie Cousins er mætt aftur á Hlíðarenda, með liði Þróttar í stórleik við Val í Bestu deildinni, eftir að Valur kaus að sleppa henni að lokinni síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Fótbolti 8.5.2025 16:30
Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. Íslenski boltinn 8. maí 2025 11:02
Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Fótbolti 8. maí 2025 10:02
Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Paris Saint-Germain komst í gær í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Arsenal, 2-1, á heimavelli. Fabián Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu mörk Parísarliðsins en Bukayo Saka skoraði fyrir Skytturnar. Fótbolti 8. maí 2025 09:30
Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu. Fótbolti 8. maí 2025 09:01
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum. Íslenski boltinn 8. maí 2025 08:00
Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Þeir sem fylgjast með umfjöllun TNT Sports um Meistaradeildina tóku eftir því að það vantaði Rio Ferdinand i umfjöllun stöðvarinnar um seinni undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Enski boltinn 8. maí 2025 07:33
Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Argentínska lögreglan gerði skyndiáhlaup á heilsugæslustöð í Buenos Aires til að komast yfir læknisfræðileg gögn um heilsu og læknismeðferð Diego Maradona. Fótbolti 8. maí 2025 06:32
Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Andy Cook og félagar í Bradford City komust upp í ensku C-deildina í fótbolta um síðustu helgi og því var fagnað vel í borginni. Cook valdi líka mjög sérstakan klæðnað á sigurhátíðinni. Enski boltinn 7. maí 2025 23:17
Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Árið 2042 er óralangt í burtu en gæti verið stórt ár fyrr þolinmóða stuðningsmenn, starfsmenn og eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Enski boltinn 7. maí 2025 22:45
Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Fótbolti 7. maí 2025 22:30
„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. Fótbolti 7. maí 2025 21:58
Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. Fótbolti 7. maí 2025 21:41
Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. Fótbolti 7. maí 2025 20:53
Hilmir hetja Viking í bikarnum Íslenski knattspyrnumaðurinnHilmir Rafn Mikaelsson tryggði Viking í kvöld sæti í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar. Fótbolti 7. maí 2025 19:10
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Innlent 7. maí 2025 19:09
Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Annað árið í röð var bikarævintýri norska fótboltaliðsns Brann með stysta móti en liðið féll út úr 32 liða úrslitunum í kvöld. Fótbolti 7. maí 2025 18:59
Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið á skotskónum í norsku bikarkeppninni í sumar og hélt því áfram í þriðju umferðinni í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu líka bæði í stórsigrum sinna liða í bikarnum. Fótbolti 7. maí 2025 18:02
Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um Liverpool á blaðamannafundi sínum fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain. Enski boltinn 7. maí 2025 17:46
Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. maí 2025 15:17
Bryndís Arna missir af EM Þjálfari Växjö segir að framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir muni missa af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla. Fótbolti 7. maí 2025 15:12
Williams bræður ekki til Manchester Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0. Fótbolti 7. maí 2025 14:33
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn