Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hægt að fá hjóna­bands­sælu á EM

Íslendingar sem staddir eru í Sviss fyrir EM kvenna þurfa ekki að leita langt fyrir íslensk góðgæti. Bakarí í Bern hefur tekið upp á því að selja hjónabandssælu fyrir gesti.

Sport
Fréttamynd

„Vitum hvað það var sem að klikkaði“

„Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís með á æfingu

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM.

Sport
Fréttamynd

Ó­vissan tekur við hjá Hákoni

Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Taka heil­ræði Höllu for­seta með sér inn í næstu leiki

Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Partey á­kærður fyrir nauðgun

Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Endur­stilla alla lampana á Laugar­dals­velli

Framkvæmdum er ekki enn lokið á Laugardalsvelli þó völlurinn sjálfur sé tilbúinn. Vellinum var hliðrað og því þarf að hliðra ljóskösturum líka, ásamt því að auka birtustigið, sem hefur ekki staðist kröfur í langan tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína

EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota

Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Íslenski boltinn