Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Íslensk mörk í sigrum í sænska og norska boltanum

Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ari Leifsson voru báðir á skotskónum er lið þeirra unnu sigra í sænska og norska boltanum í kvöld. Sveinn Aron skoraði fyrra mark Elfsborg í 2-0 sigri gegn Hammarby og Ari skoraði ein mark Strömsgodset í 1-0 sigri gegn Stabæk.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard tekinn við Al-Ettifaq

Steven Gerrard, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er tekinn við stjórnartaumunum hjá Al-Ettifaq í sádiarabísku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Úkraínumenn slógu út Frakka

Úkraína er komið í undanúrslit Evrópumóts U21-árs landsliða í knattspyrnu eftir sigur á sterku liði Frakka í kvöld. Úkraína mætir Spáni í undanúrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Breyta rang­stöðu­reglunni þökk sé Wen­ger

FIFA hyggst breyta rangstöðureglunni á þann veg að allur líkami sóknarmanns þarf að vera fyrir innan líkama varnarmanns til að vera dæmdur rangstæður. Nýja reglan verður prófuð í sumum leikjum í Hollandi, á Ítalíu og í Svíþjóð á komandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Cesc Fabregas hefur lagt skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Cesc Fabregas, lék á ferli sínum fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi en á Spáni lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Barcelona. Einnig spilaði hann fyrir Monaco í Frakklandi. Hann var hluti af einu besta landsliði allra tíma er hann lék fyrir spænska landsliðið. Nú er ferli þessa snillings lokið því skórnir eru komnir á hilluna góðu.

Fótbolti