Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“

Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins.

Lífið
Fréttamynd

Kudus bætir gráu ofan á svart

Þegar rignir þá dembir í Norður-Lundúnum. Mohamed Kudus mun ekki spila næstu þrjá mánuði og bætist við langan meiðslalista Tottenham, sem er í alls kyns vandræðum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andrea til Anderlecht

Andrea Rut Bjarnadóttir er gengin til liðs við Anderlecht í Belgíu. Hún kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur spilað síðustu þrjú tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp

Everton endaði leikinn á níu vellinum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. David Moyes knattspyrnustjóri Everton var æfur yfir að hans mati „fáránlegri“ ákvörðun sem leiddi til þess að Michael Keane var rekinn af velli fyrir að toga í hár Tolu Arokodare.

Enski boltinn