Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Handbolti 31. júlí 2024 20:45
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Handbolti 31. júlí 2024 10:34
Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 30. júlí 2024 10:24
Þórir fékk gleðifréttir í gær Þórir Hergeirsson er búinn að endurheimta bestu handboltakonu heims því Henny Reistad er nú leikfær á ný. Handbolti 30. júlí 2024 07:21
Króatar misstu móðinn í seinni hálfleik Króatíska karlalandsliðið í handbolta, sem Dagur Sigurðsson stýrir, tapaði fyrir Slóveníu, 31-29, í öðrum leik sínum á Ólympíuleikunum í París í dag. Handbolti 29. júlí 2024 10:44
Strákarnir hans Alfreðs Gísla skutu Japana niður á jörðina Japanska handboltalandsliðið átti frábæran leik á móti gamla þjálfara sínum í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í París en Japanir fóru aftur á móti mjög illa út leik sínum á móti öðrum íslenskum þjálfara i dag. Handbolti 29. júlí 2024 08:26
Norsku stelpurnar réttu úr kútnum og völtuðu yfir Dani Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan níu marka sigur er liðið mætti Dönum í annarri umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Handbolti 28. júlí 2024 17:25
Hrósaði Degi eftir nauman sigur Luka Cindric, einn af lykilmönnum Króatíu, hrósaði Degi Sigurðssyni –þjálfara króatíska landsliðsins í handbolta – í hástert eftir nauman sigur á Japan á Ólympíuleikunum í gær, laugardag. Handbolti 28. júlí 2024 12:00
Heimsmeistararnir lögðu Evrópumeistarana Boðið var upp á sannkallaðan stórmeistaraslag á Ólympíuleikunum í kvöld þegar heimsmeistarar Danmerkur mættu Evrópumeisturum Frakklands í handbolta. Handbolti 27. júlí 2024 20:38
Króatar lentu í kröppum dansi gegn fyrrum lærisveinum Dags Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, lenti í kröppum dansi er liðið mætti Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Handbolti 27. júlí 2024 13:35
„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Handbolti 26. júlí 2024 10:30
Þórir með besta leikmann heims utan hóps í fyrsta leik á ÓL Þórir Hergeirsson er mættur á sína fjórðu Ólympíuleika sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins og fyrsti leikur liðsins á móti Svíþjóð í kvöld. Handbolti 25. júlí 2024 11:31
Danir ósáttir með mötuneytið í Ólympíuþorpinu: Langar raðir og kjötið kláraðist Danska íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París er langt frá því að vera sátt við mötuneytið í Ólympíuþorpinu. Handbolti 25. júlí 2024 07:00
Gústi Jó ráðinn markaðsstjóri Vöruverndar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari, gjarnan þekktur sem Gústi Jó, hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. Viðskipti innlent 24. júlí 2024 13:42
Vésteinn hitti Þóri óvænt í Ólympíuþorpinu Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Handbolti 24. júlí 2024 10:01
Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Handbolti 24. júlí 2024 08:30
Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár. Handbolti 23. júlí 2024 20:31
Unnu Noreg og tryggðu sér sjöunda sætið Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri lauk keppni á EM í Slóveníu með því að vinna Noreg, 29-32, í leiknum um 7. sætið í dag. Handbolti 21. júlí 2024 11:43
Kretzschmar kíkti í Fiskbúð Fúsa Miklir fagnaðarfundir urðu þegar gömlu liðsfélagarnir í Magdeburg, Stefan Kretzschmar og Sigfús Sigurðsson, hittust í fiskbúð þess síðarnefnda. Handbolti 20. júlí 2024 10:00
Strákarnir spila um sjöunda sætið á EM Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu í handbolta spila um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Slóveníu en þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði á móti Svíum í dag. Handbolti 19. júlí 2024 13:55
„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Handbolti 19. júlí 2024 10:00
Misstu af undanúrslitunum eftir tap í úrslitaleik við Spánverja Íslenska tuttugu ára landslið karla í handbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í lokaleik sínum í milliriðlinum í Slóveníu í dag. Handbolti 18. júlí 2024 13:56
Haukur til Dinamo Búkarest Haukur Þrastarson, landsliðsmaður handbolta, er genginn í raðir Rúmeníumeistara Dinamo Búkarest frá Kielce í Póllandi. Handbolti 18. júlí 2024 11:08
Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Handbolti 18. júlí 2024 09:30
Guðmundur Bragi til Danmerkur Guðmundur Bragi Ástþórsson er genginn í raðir Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku. Hann gerir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 17. júlí 2024 19:46
Miklar væntingarnar til íslenska landsliðsins réttlætanlegar Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta segir að miklar kröfur þjóðarinnar til liðsins séu mjög eðlilegar og það komi sér ekki á óvart. Handbolti 17. júlí 2024 08:01
HK endurheimtir tvo leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar með liðinu HK-ingar hafa samið við hornamennina Leó Snær Pétursson og Andra Þór Helgason um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 16. júlí 2024 14:30
Sveinbjörn fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur samið við ísraelskt félagslið, Hapoel Ashdod, til eins árs. Handbolti 16. júlí 2024 14:01
Íslensku strákarnir með bakið upp við vegg Íslenska drengjalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mátti þola átta marka tap gegn Austurríki í milliriðli EM, 34-26. Handbolti 16. júlí 2024 12:09
Valsmenn fá Króata í heimsókn Valur mun mæta króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið sem vinnur rimmuna vinnur sér inn sæti í riðlakeppninni. Handbolti 16. júlí 2024 10:38