Sigvaldi með átta mörk í meistaradeildarsigri Kolstad Meistaradeild karla í handbolta hófst í dag. Rétt í þessu var tveimur leikjum að ljúka í A-riðli keppninnar. Sport 13. september 2023 18:30
Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. Sport 13. september 2023 11:31
Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. Fótbolti 12. september 2023 11:01
Stjörnuframmistaða í fyrsta sigrinum í Kiel í ellefu ár: „Fannst við spila frábærlega“ Elvar Örn Jónsson átti glansleik þegar Melsungen vann óvæntan sigur á Þýskalandsmeisturum Kiel. Hann hefur byrjað tímabilið af miklum krafti eins og lið Melsungen sem virðist geta velgt bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar undir uggum. Handbolti 12. september 2023 10:01
Nachevski dæmdur í tveggja ára bann: Féll fyrir tálbeitunni Dragan Nachevski, fyrrum formaður dómaranefndar handknattleikssambandsins EHF, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum. Handbolti 11. september 2023 23:31
„Við vorum slakir sóknarlega“ Önnur umferð Olís-deildar karla fór af stað með stórleik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur atriði sem megi bæta í leik sinna manna. Handbolti 11. september 2023 22:10
Mörkunum rigndi í æsispennandi jafntefli Lemgo og Flensburg Lemgo og Flensburg gerðu í kvöld jafntefli í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Teitur Örn Einarsson kom við sögu í liði Flensburgar. Lokatölur í Lemgo, 31:31. Handbolti 11. september 2023 19:19
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 27-26 | Valur skellti meistaraefnunum Valur tók á móti FH í annarri umferð Olís-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Handbolti 11. september 2023 18:46
Gísli Þorgeir fékk loks verðlaunin sín Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, var kosinn leikmaður tímabilsins 2022-23. Hann fékk þó ekki verðlaunin fyrr en nú um liðna helgi. Handbolti 11. september 2023 08:01
Óðinn Þór lagði þung lóð á vogarskálina í sigri Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var frábær þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen lagði St. Gallen að vellli 32-29 í svissnesku efstu deildinni í dag. Handbolti 10. september 2023 19:02
Elvar Örn magnaður í sigri á meisturunum Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Melsungen sem vann frábæran útisigur á meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Þá var Ómar Ingi Magnússon markahæstur hjá Magdeburg sem vann sigur í sínum leik. Handbolti 10. september 2023 16:10
Stórleikur Söndru í fyrsta leik Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir Metzingen sem vann öruggan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Handbolti 10. september 2023 13:30
Kristján Örn skoraði sjö í sigri PAUC Franska úrvalsdeildin fór af stað í dag þar sem Kristján Örn og félagar unnu Créteil. Heimamenn voru betri í síðari hálfleik sem skilaði sigri. Sport 9. september 2023 22:45
Íslandsmeistarnir byrjuðu á sigri í Garðabæ Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik 1. umferðar Olís deildar karla í kvöld. Eftir að hafa verið í vandræðum í fyrri hálfleik var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik sem skilaði sannfærandi sigri. Sport 9. september 2023 19:46
Tap hjá lærisveinum Guðjóns Vals | Fredericia fer vel af stað í Danmörku Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum þar sem Íslendingar voru í eldlínunni. Góð byrjun Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara Fredericia, heldur áfram. Sport 9. september 2023 18:30
Leik lokið: Valur - Fram 29-20 | Valur vann afar sannfærandi sigur gegn Fram Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Handbolti 9. september 2023 17:50
Elín Klara skoraði tíu mörk í sigri Hauka Haukar unnu tveggja marka útisigur gegn Stjörnunni 26-28 í 1. umferð Olís deildar kvenna. Sport 9. september 2023 17:45
KA í engum vandræðum með Selfyssinga KA fór á Selfoss og vann sjö marka útisigur 23-30 í 1. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en KA gekk á lagið þegar að líða tók á fyrri hálfleik og leit aldrei um öxl eftir það. Sport 9. september 2023 17:30
ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. Handbolti 9. september 2023 15:01
Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Handbolti 8. september 2023 22:32
„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Handbolti 8. september 2023 10:01
Fram marði Gróttu Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld. Handbolti 7. september 2023 22:51
„Gott að ná að spila svona mikið“ Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. Handbolti 7. september 2023 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 30-28 | Sigur í endurkomu Arons FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Handbolti 7. september 2023 21:51
„Er stoltur að vera FH-ingur eftir svona dag“ FH vann tveggja marka sigur á Aftureldingu 30-28. Aron Pálmarsson, spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í 14 ár og var í skýjunum með móttökurnar. Sport 7. september 2023 21:39
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur R. 35-26 | Valur kafsigldi Víking þegar líða tók á leikinn Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 7. september 2023 20:56
Arnar Freyr öflugur í sigri Melsungen sem er komið á toppinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk þegar Melsungen vann HSV í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg vann þá Kiel með eins marks mun. Handbolti 7. september 2023 20:31
Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Handbolti 7. september 2023 14:01
Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Handbolti 7. september 2023 07:00
Janus Daði sá rautt þegar Magdeburg tapaði stórleiknum Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með Magdeburg sem tapaði gegn Fusche Berlin á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Handbolti 6. september 2023 20:19