Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í sam­böndum

„Oft sjáum við pósta um rauð flögg í samböndum sem vekja okkur til meðvitundar um hvernig fólk við ættum að forðast,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, í nýlegum pistli á Facebook-síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Suð­rænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift að fagurgrænum og ferskum þeytingi með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er stútfullur af hollustu og ætti að gefa góða orku inn í daginn.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar geta verið sóðar

Heiti potturinn er uppspretta vellíðunar fyrir marga – staður til slökunar og samveru. En margir eru þó ekki nægilega duglegir að hreinsa heita potta og halda vatninu hreinu. Þetta getur stafað af vanþekkingu, sérstaklega hjá þeim sem nota rafmagnspotta eða leigja sumarhús með heitum pottum. Potturinn þarfnast nefnilega reglulegrar umhirðu, og ekki síst vatnið í honum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­land fyrst Norður­landa með EMotor­ad raf­magns­hjól

EMotorad er nýtt og spennandi vörumerki á rafmagnshjólamarkaði sem hefur nú rutt sér til rúms á hér á landi. Ísland var sérstaklega valið til þess að kynna vörurnar fyrir Norðurlandamarkaði því neytendur hérlendis eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir á gæði. Þessi alþjóðlega vaxandi framleiðandi hefur náð fótfestu á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Suður Evrópu, Ástralíu og Mið-Austurlöndum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Yngsti gusumeistari landsins

„Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði,“ segir grafíski hönnuðurinn Saga Klose sem er fædd árið 2003 og ber titilinn yngsti gusumeistari landsins. Blaðamaður ræddi við Sögu og fékk að kynnast henni og hinum gríðarlega vinsælu sauna-gusum aðeins betur.

Lífið
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

Ó­missandi göngu­leiðir sem þú verður að prófa

„Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins.

Lífið
Fréttamynd

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Kerlingar­fjöll: Ævin­týri á há­lendi Ís­lands

Í sumar er tilvalið að gera sér ferð til fjalla og láta sér líða vel í faðmi náttúrunnar. Hálendið er nær en þú heldur og lítið mál að skjótast þangað í dagsferð á sumrin, hvort sem þú vilt keyra á eigin vegum eða skella þér í skipulagða ferð.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Augna­blikið

Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sýni­leg veikindi hafi ekki minna vægi

„Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. 

Lífið
Fréttamynd

Hvaða orka?

Það vita það eflaust allir að örvunardrykkjaneysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum jafnhliða framboði slíkra vara. Aukningin hefur verið ansi hröð. T.d. hafa sölutölur frá Bandaríkjunum (sem leiða örvunardrykkjamarkaðinn) sprengt allar spár ár eftir ár, og súlurit sem sýnir aukningu í sölu örvunardrykkja sl. 8 ár haft álíka halla og Esjan (upp að Steini).

Skoðun
Fréttamynd

Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar

„Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Munn­vatnið skiptir öllu máli

Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.

Lífið