Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Erlent 1. maí 2022 07:40
Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Innlent 30. apríl 2022 12:07
Þingmenn og ráðherrar í hópi níu Íslendinga sem fá ekki að fara til Rússlands Níu Íslendingar eru komnir á svartan lista rússneskra stjórnvalda og hefur verið bannað að koma til Rússlands. Ráðherrar, þingmenn og fjölmiðlafólk er meðal aðila á listanum. Innlent 30. apríl 2022 09:52
Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Erlent 30. apríl 2022 07:24
Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Innlent 29. apríl 2022 22:05
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29. apríl 2022 19:21
Spila fyrsta leik sinn eftir að stríðið braust út og safna til styrktar Úkraínu Úkraínska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig í maí fyrir leikinn við Skotland sem fram fer í Glasgow 1. júní, í umspilinu um sæti á HM í Katar. Fótbolti 29. apríl 2022 17:16
Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Erlent 29. apríl 2022 15:40
Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Heimsmarkmiðin 29. apríl 2022 14:01
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. Erlent 28. apríl 2022 23:31
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Erlent 28. apríl 2022 19:23
Velkomin frá Úkraínu Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili. Skoðun 28. apríl 2022 14:00
Gekk inn á völlinn umvafin úkraínska fánanum og skoraði síðan í leiknum Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk lék í gær sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni og þetta var bæði góður dagur fyrir hana og Blikaliðið. Íslenski boltinn 28. apríl 2022 11:01
Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Erlent 28. apríl 2022 06:35
Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. Fótbolti 27. apríl 2022 23:34
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Erlent 27. apríl 2022 19:20
Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Viðskipti innlent 27. apríl 2022 14:22
Borgaryfirvöld samþykkja Kænugarð og Kýiv-torg skammt frá sendiráði Rússa Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í morgun að nefna torgið á horni Garðastrætis og Túngötu Kænugarð. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg. Innlent 27. apríl 2022 12:38
Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. Innlent 27. apríl 2022 08:01
Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Erlent 27. apríl 2022 06:41
Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. Erlent 26. apríl 2022 19:20
Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu heiti Kænugarður Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að torg á horni Garðastrætis og Túngötu verði héðan í frá kennt við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Innlent 26. apríl 2022 19:11
War crimes in Ukraine should be punished - Justice should prevail Dear Icelandic friends,I would like to comment the recent Facebook statement of the Ambassador of russia to Iceland regarding kind and generous solidarity and practical support of the whole Icelandic society to Ukraine in response to unseen from the WWII bloodshed and atrocities unfolded by russia in Ukraine since February 24, 2022. Skoðun 26. apríl 2022 18:31
Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Erlent 26. apríl 2022 06:48
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Erlent 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Erlent 25. apríl 2022 21:01
844 frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd Alls hafa 844 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að stríðið hófst í landinu þann 24. febrúar. Hópurinn skiptist í 449 konur, 234 börn og 161 karl. Innlent 25. apríl 2022 16:13
Hundruð mættu í mat þegar Flottafólk tók á móti Guðna forseta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti í aðstöðu Flottafólk í húsakynnum Pipar\TBWA að Guðrúnartúni 8 á síðasta vetrardag en þar var á boðstólnum nýveiddur fiskur í tilefni dagsins. Lífið 25. apríl 2022 13:30
Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. Viðskipti innlent 25. apríl 2022 13:01
Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku. Heimsmarkmiðin 25. apríl 2022 10:26