Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 16:17 Einn er sagður hafa dáið í árásinni á hótelið í úhverfi Donetsk-borgar. AP/Alexei Alexandrov Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira