Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair

Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna

Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn.

Innlent