Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29. júlí 2023 12:10
Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 20:32
„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 18:31
Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði. Lífið 28. júlí 2023 15:43
Úrslitaleikirnir á Rey Cup sýndir á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport sýnir beint frá úrslitaleikjunum á Rey Cup á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert. Íslenski boltinn 28. júlí 2023 14:30
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. Innherji 28. júlí 2023 13:15
Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 13:01
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 12:40
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 28. júlí 2023 10:10
Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 17:30
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 16:22
Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 15:45
Eftir tímabil hægagangs hjá Marel hefur komið kröftugur vöxtur Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum. Innherji 27. júlí 2023 15:07
Umframfé Arion allt að 24 milljarðar en útgreiðsla háð matsfyrirtækjum Arion banki bindur vonir við að eiginfjárkröfur fjármálaeftirlitsins annars vegar og erlendra matsfyrirtækja hins vegar muni leita í sama horf sem mun gera bankanum kleift að greiða út umfram eigið fé, sem er metið á bilinu 15-25 milljarðar króna, til hluthafa. Innherji 27. júlí 2023 13:32
Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll. Innherji 27. júlí 2023 10:45
Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 10:17
Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. Viðskipti innlent 26. júlí 2023 21:07
Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu. Viðskipti erlent 26. júlí 2023 17:46
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Viðskipti innlent 26. júlí 2023 17:00
Gildi bað Helgu Hlín um að bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, segir að lífeyrissjóðurinn Gildi sem sé næststærsti hluthafi Íslandsbanka hafi óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram í stjórn bankans. Helga Hlín er ekki á lista sem tilnefningarnefnd mælir með að taki í sæti í stjórn Íslandsbanka. „Það er um að gera að rödd næststærsta hluthafans fái að heyrast,“ segir hún um framboð sitt og nefnir að ábendingar um nafn hennar hafi borist til tilnefningarnefndar frá fleirum en Gildi. Innherji 26. júlí 2023 14:47
Þrettán fjárfestar draga Gamma fyrir dóm vegna meintra blekkinga Hópur þrettán fjárfesta, þar á meðal Stefnir, Lífsverk og fjárfestingafélagið Gnitanes, hefur höfðað mál á hendur Gamma Capital Management, dótturfélags Kviku banka, vegna þess hvernig staðið var að rekstri sjóðsins GAMMA:ANGLIA, sem fjárfesti í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Fjárfestahópurinn segir Gamma meðal annars hafa blekkt fjárfesta með því að upplýsa ekki um að sjóðurinn hafi verið vanfjármagnaður frá upphafi, fjárfest langt um efni fram og handstýrt gengi hlutdeildarskírteina. Innherji 26. júlí 2023 12:37
Verðmetur Ölgerðina töluvert yfir markaðsvirði og uppgjör yfir væntingum Nýtt verðmat á Ölgerðinni er 29 prósentum hærra en markaðsvirði félagsins. Engu að síður er verðkennitala miðað við verðmatið „umtalsvert“ lægri en gengur og gerist erlendis. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs var lítillega yfir væntingum hlutabréfagreinanda. Innherji 26. júlí 2023 08:00
Ríkur vilji meðal hluthafa að koma kaupaukum á fót Kaupaukakerfið sem fasteignafélagið Kaldalón hefur komið á fót er í samræmi við „ríkan vilja“ hluthafa eins og kom fram á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í samtali við Innherja. Innherji 25. júlí 2023 15:37
Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. Viðskipti innlent 25. júlí 2023 14:35
Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“ Innherji 25. júlí 2023 13:39
Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. Innlent 24. júlí 2023 13:19
Fjarskiptafélögin „hressilega ofseld“ upp á síðkastið Fjarskiptafélögin Síminn og Sýn hafa ekki notið sanngirni á hlutabréfamarkaði að mati Jakobsson Capital en greiningarfyrirtækið telur að lækkanir á verði bréfanna hafi verið umfram tilefni. Þetta kemur fram í nýbirtu hlutabréfayfirliti fyrir júlí. Innherji 24. júlí 2023 12:19
Teva eykur samstarf sitt við Alvotech og kaupir víkjandi bréf fyrir fimm milljarða Alþjóðlegi lyfjarisinn Teva, sem er með samkomulag um sölu og markaðssetningu í Bandaríkjunum á stærsta lyfi Alvotech, hefur ákveðið að auka enn frekar samstarf sitt við íslenska félagið vegna fleiri líftæknilyfjahliðstæðna og eins að fjárfesta í víkjandi skuldabréfabréfum með breytirétti í hlutabréf fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða. Alvotech hyggst sækja sér til viðbótar hundrað milljónir dala með útgáfu breytanlegra skuldabréfa en fjárfestingafélag Róberts Wessman hefur skuldbundið sig til að kaupa öll þau bréf sem ekki seljast í útboðinu. Innherji 24. júlí 2023 09:13
Lífeyrissjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir útboð Hampiðjunnar Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu. Innherji 23. júlí 2023 12:22