Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri. Innherji 8. febrúar 2023 06:00
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 09:14
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. Innlent 6. febrúar 2023 20:27
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“ Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair. Innherji 6. febrúar 2023 15:31
Samruni myndi styrkja lánshæfi bæði Kviku og Íslandsbanka, segir Moody´s Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s. Innherji 4. febrúar 2023 15:54
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4. febrúar 2023 09:29
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Sameiningin minnir á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka sem gekk vel Hlutabréfagreinandi IFS segir að mögulegur samruni Kviku og Íslandsbanka minni á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka árið 2003. Sá samruni hafi heppnast vel. Að hans mati eru samlegðartækifærin við sameininguna augljós. Líkur á að af samrunanum verði séu nokkuð góðar. Innherji 3. febrúar 2023 13:59
Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir áformaðar samrunaviðræður Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær. Innherji 3. febrúar 2023 09:30
Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 21:55
Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 20:37
Kvika óskar eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka Stjórn Kviku hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Sameiginlegt markaðsvirði félaganna er rúmlega 320 milljarðar. Innherji 2. febrúar 2023 16:34
Sautján milljarða hagnaður Landsbankans á krefjandi ári Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða á síðasta ári. Bankaráð bankans hyggst leggja til að greiddur verði 8,5 milljarðar í arð til eigenda bankans vegna reksturs síðasta árs. Bankastjóri bankans segir árið hafa verið krefjandi. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 13:56
Lítur út fyrir að tvö nefndarálit verði rituð um skýrslu Ríkisendurskoðunar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk í morgun umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankamálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar telur líklegt að tvö nefndarálit verði rituð og lögð fyrir þingið. Innlent 1. febrúar 2023 16:24
Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 10:03
Hvort er betra að kaupa vöxt eða virði? Fjárfesting í virðisfyrirtækjum hefur í gegnum tíðina verið talin öruggari og áreiðanlegri leið til að ávaxta fjármagn fremur en fjárfesting í vaxtafyrirtækjum. Vaxtarfyrirtæki eru venjulega hlutabréf fyrirtækja sem búist er við að muni vaxa hratt í náinni framtíð en slíkt mat er alltaf óvissu háð. Framtíðin verður aldrei eins og búist er við. Umræðan 1. febrúar 2023 08:01
Þrjú ráðin í forstöðumannastöður hjá Sjóvá Gunnar Snorri Þorvarðarsson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson hafa öll verið ráðin í forstöðumannsstöður hjá Sjóvá á síðustu misserum. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 09:34
Áskriftir að knattspyrnuútsendingum hækka um allt að 33 prósent „Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður til dæmis aðföng, laun, útsendingarkostnaður og fleira hefur hækkað.“ Neytendur 30. janúar 2023 09:00
Fjárfestar seldu í hlutabréfasjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa. Innherji 30. janúar 2023 07:00
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. Innlent 29. janúar 2023 22:08
Tóku lagið í flugvélinni og dreymir nú um að halda tónleika á Íslandi Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög. Tónlist 28. janúar 2023 10:01
Fljótel meðal sýnisgripa á ferðaþjónustuhátíð Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 20:38
Icelandair lýkur fjármögnun tveggja Boeing 737 MAX flugvéla Icelandair hefur lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8. Heildarfjárhæð fjármögnunarinnar er um 67 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 9,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 17:05
Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Innlent 27. janúar 2023 13:16
Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir. Innlent 27. janúar 2023 13:00
Icelandair aflýsir nánast öllu flugi Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst. Innlent 26. janúar 2023 17:59
Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít. Viðskipti innlent 26. janúar 2023 13:27
Telur virði Ölgerðarinnar þriðjungi yfir markaðsverði Hlutabréf Ölgerðarinnar eru undirverðlögð á markaði ef marka má nýtt verðmat Jakobsson Capital. Aukin framlegð mitt í hrávöruverðshækkunum er helst talin skýrast af stóraukinni sölu og hótela og veitingastaða. Innherji 25. janúar 2023 14:03
„Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar. Umræðan 25. janúar 2023 10:01
Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða. Innherji 24. janúar 2023 13:45