„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. Körfubolti 16.4.2025 22:57
„Fáránlega erfið sería“ Deildarmeistarar Hauka fullkomnuðu endurkomuna gegn Grindavík í oddaleik í kvöld í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Haukar lentu 2-0 undir í seríunni. Haukur unnu að lokum nokkuð afgerandi sigur í kvöld 79-64. Körfubolti 16.4.2025 22:23
Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Hamar og Ármann eru með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígum sínum í baráttunni um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 16.4.2025 21:27
„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Körfubolti 15. apríl 2025 22:29
„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. Körfubolti 15. apríl 2025 22:15
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Körfubolti 15. apríl 2025 18:47
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí. Körfubolti 15. apríl 2025 18:15
Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið. Körfubolti 15. apríl 2025 15:33
„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Körfubolti 15. apríl 2025 14:46
„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 13:31
„Við bara brotnum“ Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:19
„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:09
„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 21:37
Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Körfubolti 14. apríl 2025 18:45
„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 17:17
Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik. Körfubolti 14. apríl 2025 16:32
Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez og félagar hennar í Fribourg Basket eru komnar alla leið í úrslitaeinvígið um svissneska meistaratitilinn í kvennakörfunni. Körfubolti 14. apríl 2025 15:31
„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. Körfubolti 14. apríl 2025 13:30
„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. Sport 13. apríl 2025 21:35
Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu. Körfubolti 13. apríl 2025 21:10
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2025 18:48
Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum. Körfubolti 12. apríl 2025 17:14
Brá þegar hún heyrði smellinn Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Körfubolti 12. apríl 2025 10:02
Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 12. apríl 2025 09:32