Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“

„Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistaraliðin mætast í bikarnum

Fimm úrvalsdeildarslagir verða í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Aðeins Tindastóll og Grindavík sleppa við að mæta úrvalsdeildarliði. Bikarmeistarar Skallagríms mæta Íslandsmeisturum Vals í VÍS-bikar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar

Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu  98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni.

Sport
Fréttamynd

Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna

KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. 

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi og félagar unnu í framlengdum leik

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í MoraBanc Andorra mættu liði Manresa í spænska körfuboltanum í dag. Lokatölur 92-86 eftir framlengingu, og Andorra jafnar Manresa því að stigum í níunda sæti deildarinnar, einu sæti frá sæti í úrslitakeppni.

Körfubolti