Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Ingi Þór: Seinni hálfleikur var frábær

"Við erum stoltir af sjálfum okkur hér í dag, þetta var geggjaður sigur. Við vorum rosalega mjúkir í einhverjar tuttugu mínútur í vörninni. Ein lauflétt breyting í hálfleik og það varð allt annar bragur á vörninni. Mikið hrós á liðið í heildinni,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, eftir sigur á Grindavík í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Lifir fyrir körfuboltann

Fyrsti stóri titill Arnars Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, er kominn í hús. Hann hefur búið í Danmörku undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni en er kominn heim. Nú stefnir hann á stóra titilinn í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt tekur við kvennalandsliðinu

Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari KR í Domino´s deild kvenna, er tekinn við íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í maílok.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotsýning frá Harden í Miami

James Harden átti hreint ótrúlegan leik í sigri Houston Rockets á Miami Heat í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. Harden skoraði næstum helming stiga Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Áfram í 50. sæti heimslistans

Íslenska körfuboltalandsliðið karlamegin stendur í stað í 50. sæti styrkleikalista FIBA sem var uppfærður eftir síðasta landsleikjahlé um helgina eftir tvo leiki Íslands í undankeppni EuroBasket.

Körfubolti
Fréttamynd

Bibby sakaður um kynferðislega áreitni

Fyrrum NBA-stjarnan Mike Bibby hefur verið vikið tímabundið úr starfi sem körfuboltaþjálfari hjá framhaldsskólaliði þar sem kennari í skólanum hefur sakað hann um kynferðislega áreitni.

Körfubolti