Almannavarnir boða til upplýsingafundar: Tölur yfir smitaða hærri en áður Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeildinni er ætlunin að senda þjóðinni skýr skilaboð vegna þróunar faraldursins. Innlent 19. september 2020 10:02
Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. Innlent 19. september 2020 07:01
Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Erlent 18. september 2020 23:33
Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Erlent 18. september 2020 22:46
0,25 prósent starfsfólks með mótefni Aðeins 0,25 prósent klínísks starfsfólks Landspítalans er með mótefni við Covid-19, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var á starfsliði spítalans. Innlent 18. september 2020 20:35
Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið skellt í lás yfir helgina til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 18. september 2020 20:00
„Ósköp eðlileg aðgerð að grípa til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilega þá aðgerð sem sóttvarnayfirvöld hafa gripið til með lokun kráa og skemmtistaða eftir að talsverð fjölgun kórónuveirusmita hérlendis hefur verið rakin til slíkra staða í miðborg Reykjavíkur. Innlent 18. september 2020 19:20
Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. Innlent 18. september 2020 17:56
Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. Innlent 18. september 2020 16:59
Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. Erlent 18. september 2020 16:20
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. Innlent 18. september 2020 15:59
Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær, að eigin sögn til að koma í veg fyrir að frambjóðandi vinstrimanna nái kjöri. Erlent 18. september 2020 15:33
Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. Innlent 18. september 2020 14:54
Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Innlent 18. september 2020 12:38
Smit hjá starfsmanni Seðlabankans Starfsmaður Seðlabankans greindist með Covid-19 í morgun. Óljóst er hvort að einhverjir starfsmenn þurfi að fara í sóttkví. Innlent 18. september 2020 12:34
Samkomutakmarkanir hertar á ný og fólk hvatt til að vinna að heiman Veitingastaðir alls staðar í Danmörku skulu nú loka í síðasta lagi klukkan 22 á kvöldin og þá verða samkomurtakmarkaðar við fimmtíu að hámarki frá hádegi á morgun. Erlent 18. september 2020 12:18
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. Innlent 18. september 2020 11:36
21 greindist með veiruna innanlands í gær 21 greindist greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. Innlent 18. september 2020 11:06
Heimurinn á barmi hungurfaraldurs Hungur í heiminum vegna stríðsátaka og covid-19, er að komast á mjög hættulegt stig að mati framkvæmdastjóra matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (wfp). Heimsmarkmiðin 18. september 2020 11:02
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. Viðskipti innlent 18. september 2020 10:51
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Innlent 18. september 2020 09:55
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. Erlent 18. september 2020 06:45
Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Innlent 17. september 2020 20:35
Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Innlent 17. september 2020 19:34
Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Innlent 17. september 2020 18:38
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Innlent 17. september 2020 17:57
WHO varar við að sóttkví sé stytt Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Erlent 17. september 2020 15:29
Krefst þess að sóttvarnayfirvöld tali ekki í gátum Jóhannes Þór Skúlason spyr hvað það þýði að hugsanlega eigi að loka öllum vínveitingastöðum? Innlent 17. september 2020 15:20
Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Skoðun 17. september 2020 15:00
„Værum líklega að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið“ Víðir Reynisson segir að ef fyrirhugað litakóðakerfi fyrir viðvaranir vegna smithættu væri að fullu komið í notkun, hefði nú verið gefin út appelsínugul viðvörun. Innlent 17. september 2020 14:28