Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Erlent 5. júlí 2020 09:16
Auka fjárheimildir til barnaverndar vegna kórónuveirufaraldursins Ákvörðunin er liður í aðgerðum borgarinnar vegna kórónuveirufaraldursins að sögn formanns borgarráðs. Innlent 4. júlí 2020 20:30
Malaríu- og HIV-lyf drógu ekki úr dánartíðni Covid-sjúklinga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur stöðvað tilraunir með malaríu- og HIV-lyf eftir að þau reyndust ekki bæta lífslíkur Covid-19-sjúklinga á sjúkrahúsum. Nýtt met yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita á heimsvísu var sett í dag. Erlent 4. júlí 2020 20:16
Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Innlent 4. júlí 2020 18:44
Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 4. júlí 2020 18:08
Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu. Erlent 4. júlí 2020 17:36
Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. Innlent 4. júlí 2020 12:30
Fimm smit greindust við landamærin í gær Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Innlent 4. júlí 2020 11:30
Tengdadóttir Bandaríkjaforseta smituð af kórónuveirunni Fyrrverandi fjölmiðlakonan Kimberly Guilfoyle hefur greinst smituð af kórónuveirunni en hún er kærasta Donalds Trump yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta. Guilfoyle hefur starfað innan forsetaframboðs Trump fyrir kosningarnar sem haldnar verða í nóvember. Erlent 4. júlí 2020 11:04
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. Viðskipti erlent 4. júlí 2020 09:18
Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Erlent 3. júlí 2020 23:18
„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Innlent 3. júlí 2020 21:00
Tveir í einangrun eftir komuna til Seyðisfjarðar Um fjögur hundruð farþegar Norrænu sem komu til landsins í gær þurftu að fara í sýnatöku við komuna en 634 farþegar voru um borð í skipinu. Tveir farþeganna reyndust smitaðir af kórónuveirunni. Innlent 3. júlí 2020 17:57
Ferðalangar frá Íslandi til Englands þurfa ekki að fara í sóttkví Ísland er meðal þeirra landa sem ferðast má frá til Englands, án þess að þurfa að sæta 14 daga sóttkví, frá og með 10. júlí. Þetta tilkynntu bresk stjórnvöld í dag. Erlent 3. júlí 2020 14:51
Óbreyttar veirutakmarkanir til 26. júlí vegna bakslags Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Innlent 3. júlí 2020 13:45
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Innlent 3. júlí 2020 12:40
Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. Innlent 3. júlí 2020 11:39
Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Í kjölfar kórónufaraldurs þurfa vinnustaðir að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Atvinnulíf 3. júlí 2020 10:00
Farþegar frá yfir 50 löndum sleppa við sóttkví í Bretlandi Farþegar sem ferðast til Bretlands frá yfir fimmtíu löndum, þar með talin Frakkland, Spánn, Þýskaland og Ítalía, munu ekki þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins frá og með 10. júlí. Erlent 3. júlí 2020 09:07
Ríkisstjórn Frakklands hættir Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins. Erlent 3. júlí 2020 08:17
Geðræktarstöð á Suðurnesjum lokað vegna smits Skjólstæðingur Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, hefur greinst með kórónuveirusmit. Af þeim sökum hafa tíu aðrir notendur Bjargarinnar verið skikkaðir í sóttkví og Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun. Innlent 3. júlí 2020 06:52
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Erlent 3. júlí 2020 06:17
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Innlent 2. júlí 2020 23:09
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Erlent 2. júlí 2020 22:50
Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Viðskipti innlent 2. júlí 2020 22:30
„Ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt“ „Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. Lífið 2. júlí 2020 20:00
Nátengd konunni sem kom frá Albaníu og voru þegar í sóttkví Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þ Innlent 2. júlí 2020 19:20
Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. Innlent 2. júlí 2020 17:31
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. Innlent 2. júlí 2020 13:34
Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Innlent 2. júlí 2020 12:17