„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 09:44 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira